Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Síða 49
Þa r s e m h i m i n n i n n n e m u r v i ð f j a l l s r æ t u r n a r
TMM 2007 · 2 49
og musteri, staðir til dýrkunar sólarkonungsins og stjörnuskoðunar, svo
og íverustaðir og grafhýsi konungborinna benda til að þarna hafi verið
helgur staður og stjórnarsetur.
„hæsta ker sem / geymdi þögnina / líf úr steini“, orti Neruda.
Það má líka kalla borgina ljóð úr steini, þar sem hún hvílir á öxl fjalls
ins, skreytt fegurstu orkideum sem vaxa þarna villtar í fjölmörgum lit
brigðum – og hún er líka heimkynni virðulegra lamadýra sem rölta
rólyndislega um stíga og tröppur, ótrufluð af gestum frá fjarlægu landi.
Á okkar degi sveipar dulúð borgina, hún rís úr skýjum og himinninn
nemur við fjallsræturnar. Þegar kvöldar færist himnesk ró yfir þennan
stórbrotna fjallasal og við sitjum á steini og hlustum á þögnina, sem er
líkt og endurómur af óleystri gátu. Stórbrotin Hattfellin rísa eins og
risavaxnir varðmenn allt um kring og skyndilega dettur myrkrið á.
Tungl og stjörnur lýsa upp sviðið og bregða bláhvítri birtu á steinhleðsl
urnar .
Að morgni baðar sólin umhverfið og gefur enn nýja sýn á „borgina
týndu“.
Við áttum seinna í ferðinni eftir að feta enn frekar í fótspor Neruda,
þegar við komum til Chile og heimsóttum hús hans í Valparaiso, þar
sem það stendur í brattri hlíð með útsýn út á Kyrrahafið og minnir helst
á brú á skipi.
Á göngu um húsið verður maður fyrir undarlegum hughrifum.
Neruda var samtíðarmaður Halldórs Laxness og báðir fengu þeir
Nóbelsverðlaun og skildu þar aðeins fá ár í milli. Þó að þeir virðist hafa
verið afskaplega ólíkir menn í daglegum háttum tónar ótrúlega á milli
hússins í Valparaiso og Gljúfrasteins þegar skoðaðir eru ýmsir persónu
legir munir og lesið í umhverfið. Og þó að annar þeirra hafi fengið inn
blástur á íslenskri heiði en hinn í hæðum Andesfjalla, annar hafi fest
hugrenningar sínar á blað standandi við púlt en hinn ætíð skrifað með
grænu bleki, var þetta hvorum um sig algjört sáluhjálparatriði, þannig
að kannski var þörfin fyrir óumbreytanleg smáatriði af þessu tagi (sem
sumir vilja kalla sérvisku) sprottin af sömu rótum hjá þeim báðum. En
nóg um það – þetta væri efni í annan og allt öðruvísi pistil.
Og enn áttum við ferðalangar eftir að kynnast afrekum fyrri tíma
manna – afrekum og ætlunarverki sem aldrei er hægt að skilja eða skýra
til fulls.
Langt úti í hafi, um það bil 3800 km frá strönd Chile og nærri því jafn
langt frá Tahiti (næstu löndum) liggur Rapa Nui eða Páskaeyja, 118 fer
kílómetrar að stærð, ein og sér í óravíddum hafsins. Á þessari litlu eyju