Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Síða 54
Th o r Vi l h j á l m s s o n
54 TMM 2007 · 2
Borghildur var skapmikil kona og ól börnin upp í löngum fjarverum
föðurins og kom þeim öllum til farsældar með þeirri hugsjón þeirra for
eldranna að enginn ætti að vera ríkur, allir bjargálna, það væri lausnin
á efnahagsmálum íslenskra heimila, eins og Bragi orðar það.
Það var ekki auðsótt til mennta fyrir dreng úr sjávarplássi og fyrstu
kynni mín af Einari Braga voru af orðspori því sem barst úr menntaskól
anum á Akureyri af honum sem skáldi, og þegar við nokkrir nýorðnir
sunnanstúdentar á lýðveldisári gengumst fyrir gestaboði fyrir þá norð
anstúdenta á sama ári til sátta vegna misindis af slysni á árum áður þá
þóttust norðanmenn vanburða því að höfuðskáldið Einar Braga vantaði
í þann mannfögnuð. Og líka hitt skáldið sem var Bjarni Benediktsson
frá Hofteigi. En við sunnanmenn tjölduðum því sem okkur var tiltækt.
Öll sumur vann Einar Bragi fyrir námskostnaði, einkum í síld, mest á
Raufarhöfn. Áður hafði Bragi sinnt alls konar störfum til sveita og sjáv
arsíðu og jafnvel barist við sjóveikina af hetjumóði á ýmsum skipum.
En það var fleira sem Einar Bragi sótti sér í Þingeyjarsýslur og reynd
ar sitt mesta ævilán sem var Kristín Jónsdóttir úr Öxarfirði.
Þau bundust snemma ástum sem entist ævilangt. Þau bárust saman
víða og af þessum farsæla samruna austfirskra og þingeyskra ætta fædd
ust þeim í ástríki tvö börn, Borghildur geðlæknir, fædd 1946 og Jón
Arnarr innanhúshönnuður, hagleiksmaður og völundur, fæddur 1949.
Þau Bragi og Stína voru um árabil í Svíþjóð til menntunar og þar
starfaði Bragi til dæmis sem næturvörður í stórmarkaði, svona líkt eins
og Chaplin í Nútímanum, með minni ærslum þó en kannski meiri
ábyrgð. Svo komu þau heim og bárust víða um borgina í leiguíbúðum
við ýmsan kost. Bæði þurftu að vinna úti og Stína hlúði að annarra
manna börnum á leikskólum árum saman. Enda var kærleikur hennar
svo víðáttufrjór og náði til annarra fjölskyldna af fágætri geðprýði og
ræktarnáttúru á mannabörn sem annan gróður. Og Bragi þurfti að
bregða sér í margt sem til féll og stundum fara niður á höfn í verka
mannavinnu, láta penna eftir heima. En hvar sem þau voru í leiguhús
næði, stundum í þröngum húsakynnum og mishrjálegum, var heimili
þeirra alltaf rúmgott og veggirnir færðust út eftir því sem fleiri komu
aufúsugestir í híbýli þeirra þar sem öllum leið vel, þó þeir kæmu stund
um hraktir að húsdyrum að kveðja dyra. Þar var hjartarýmið svo stórt
að virtist í höll góðvætta.
Þau leystu upp heimilið á hverju vori, og leituðu að nýju um haust.
Ekki vildu þau að sögur færu víða af hvernig þau reyndust fólki í
nauðleitum og þurftu ekki að gefa sig sjálfir fram heldur sóttu stundum
til sín að mættu bjargast – og bjargaðist eins og allt í þeirra skjóli.