Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Síða 56
Th o r Vi l h j á l m s s o n
56 TMM 2007 · 2
allt af sömu vandvirkni og heiðríkjuhugsjón. Hann var í öllu sínu fari og
lífi Birtingur í þeim skilningi sem við lögðum í orðið – allt miðaði að því
að færa til betri vegar.
Í ljóði einu segir Einar Bragi:
Þennan lykil
hef ég lengi
haft í smíðum
og enn
er ég að sverfa
skeggið,
meðan ljóð mitt
leitar sér forms,
í veikri von um
að hann kunni
þó síðar verði
að ljúka upp
einhverjum
kærum dyrum:
kannski rauðasta hólfi
hjarta þíns?
Í bókum Einars Braga er að finna óþrjótandi hólf og ganga og göng og
launhelgar sem slíkur lykill gengur að til að opna okkur öllum skilning
á því sem mestu kann að varða um framtíð okkar þjóðar, heilindi,
tryggð, mannúð, réttlætisást og sannleika. Einar Bragi var einarður og
framsýnn en glöggskyggn á þann arf sem okkur Íslendingum öllum
býðst með lotningu fyrir þeim sem fóru á undan okkur. Um föður sinn
sagði Einar Bragi: óvini valdi hann sér sjálfur og væru ástæður til óvin
áttunnar ríkar, svo sem undirferli eða ódrengskapur, var honum ekki
auðþokað til sátta. Þessi orð mætti hafa um Einar Braga sjálfan eftir því
sem ég veit til, hann var ekki gleyminn á óheilindi en hann var um
burðarlyndur á breyskleika væri um að ræða fólk sem mætti rækta til
dáða. Ég veit að Stína vildi allt sætta og færa til betri vegar.
Í hálfa öld stóðu kynni okkar og sem lengra leið þá brást ekki að hann
gæti sagt manni eitthvað óvænt. Frásagnarlist hans var með miklum
töfrum og skilvís og hann gat brugðið upp löngum sagnamynstrum,
örlagasögum, blæbrigðaríkum og lituðum af sérstakri og hlýrri kímni.
Hann var mjög fyndinn í þeim eina skilningi sem skiptir máli, að vera
fundvís, svo að yndi var að njóta, en það var helst á ekki margmennum
vinafundi sem best lét.
Á einum tveggja manna fundi okkar Braga í rauða húsinu við Suður