Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Síða 57
F o r n v i n i r k va d d i r
TMM 2007 · 2 57
götu stakk hann upp á því við mig að stofnað væri til mikillar alþjóð
legrar bókmenntahátíðar á Íslandi. Við fórum saman á fund Knuts
Ødegårds sem þá var forstjóri Norræna hússins og fengum hann til liðs
við okkar hugsjón. Og af því spratt og óx til mikils þrifnaðar bók
menntahátíðin í samvinnu við Norræna húsið. Ég tel líka að enginn hafi
orkað meiru til að sameina rithöfundafélögin í eitt samband, Rithöf
undasamband Íslands, en Einar Bragi. Þar held ég að hann hafi komið
mestu til leiðar um sættir ásamt Matthíasi Johannessen þegar þeir tóku
saman höndum yfir víglínu sem virtist vera í öfgum tímans.
Maður eins og Bragi verður aldrei kvaddur. Maður heyrir rödd hans
áfram eins og andvara kannski þegar hugann þyrstir, slitur úr ljóði eftir
hann, heilræði. Ég játa að það er sárt að geta ekki gengið við hjá honum
framar og þeim Stínu en maður verður að fylgja dæmi Braga, að taka
því. Nú er úti sá tími að maður gat tekið símtól og leitað ráða og álits
Braga í ýmsu bangi sínu, prófað á honum það sem maður var að reyna
að koma saman, því lengur sem ég tala finn ég hve mikið er ósagt og
verður alltaf. En við eigum Braga að. Eins og hann segir í ljóði:
Ég hverf
en hvítar örvar
annarlegra ljósa
sem loga í augum dagsins
falla á veg minn,
lýsa spor mín
í gráum sandinum
þegar náttar.
Minning Harðar
Það ólgaði og svall í skýjunum og var sem einhverjir hvítleitir vafurlog
ar og óvíst hvað þeir voru að verja, þar til kom rönd af óðfúsum mána
sem braust í gegnum alla fyrirstöðu og lýsti þetta átakasvæði í loftinu;
fullt tungl. Þessi átök í loftinu komu eftir litaljóma haustsins, sem var í
dag þegar ég var að hugsa um fornvin minn, Hörð Ágústsson; hvernig
hæfði að kveðja orðum slíkan mann þegar af svo miklu er að taka. Ligg
ur við manni finnist tregt tungu að hræra.
Ég kynntist Herði fyrst þegar ég var nýkominn til Parísar. Þar sem
manni þótti þá ungum heimalningi sem manni hefði verið varpað í
miðju heimsins. Og geystu allt í kringum mann heimsveðrin og stundum
fár erinda. Þá var ómældur styrkur að því að kynnast Herði og maður
undraðist hvað þessi ungi listamaður væri hátt menntaður og vítt.