Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Síða 60
G u n n a r K a r l s s o n
60 TMM 2007 · 2
sen gerir í lok kvæðisins um Goðmund á Glæsivöllum: „Kalinn á hjarta
þaðan slapp ég.“ Ólafur Briem, minn góði bókmenntakennari í Mennta
skólanum að Laugarvatni, var sannfærður um að Grímur hefði spillt
kvæðinu með lokalínunni og bar hana saman við sögu af manni sem átti
að hafa sagt: „Einu sinni þekkti ég mann sem stal og stal þangað til hann
var orðinn ríkur, þá hætti ég að stela.“ Nú er ég löngu hættur að taka
mark á smekk Ólafs um þetta atriði. Mér finnst Grímur taka snilldarlega
sveiflu með lesendur sína frá fornaldarsöguhetjunni Goðmundi til
danskrar samtíðar og sjálfstjáningar sinnar, og eins gerir séra Björn
þegar hann sveiflar okkur frá þessari óskiljanlega dapurlegu mynd af
kyrrlátri norðlenskri sumarnótt inn í eigin tilfinningaheim og segir
skyndilega: Þetta var allt um mig.
Í trássi við bókmenntalega nýrýni, sem ég hef þó miklar mætur á,
ætla ég að halda því fram að maður þurfi helst að hafa hugmynd um
sögu Gríms, hvernig hann yfirgaf utanríkisþjónustu danska ríkisins til
að gerast herragarðseigandi á ekki stærra setri en Bessastöðum á Álfta
nesi, til þess að njóta lokalínunnar í kvæðinu um Goðmund. Og ætli það
sé ekki eins um Sumarnótt Björns, hún verði betri ef við þykjumst vita
hverju hann kveið svona mikið og hvers vegna? Eftirspurninni eftir því
hefur fyrir löngu verið svarað af munnmælum; séra Björn orti kvæðið
nóttina fyrir brúðkaup sitt af því að hann kveið svo fyrir að giftast. Um
þá sögn er fjallað í þessari grein, en fyrst svolítið meira um ljóðið.
*
Ólafur Briem þurfti aldrei að tjá sig við okkur nemendur sína um égið
í lok Sumarnætur Björns Halldórssonar vegna þess að ljóðið var ekki í
Lestrarbók Nordals; í henni átti Björn í Laufási ekkert. Ljóðið var þó til
á prenti löngu áður og birtist fyrst í ljóðasafninu Snót, annarri útgáfu,
1865.2 Fyrst veit ég til að það hafi komist inn í sýnisbók í ljóðasafninu
Íslands þúsund ár, sem Helgafell gaf út, bindinu um 19. öld sem sýslungi
Björns, Arnór Sigurjónsson, valdi í efnið. Þar er Sumarnótt, en ekkert
annað eftir Björn.3 Hún var síðan tekin með í bókmenntaúrvalið Bók af
bók sem Silja Aðalsteinsdóttir valdi í og gaf út 1993.4 Samt hefur Sum
arnóttin ekki unnið sér fast sæti í sýnisbókum handa framhaldsskólum;
Björn Halldórsson hefur ekki náð inn með neitt í nýjustu bókinni sem
ég þekki af þessu tagi, Orminum langa sem kom út árið 2005 og stiklar
á úrvalstextum Íslendinga frá Völuspá til Hannesar Hafstein.5 Hins
vegar bendir séra Bolli Gústavsson, sem sat Laufás rúmri öld síðar en
Björn og gaf út ljóð hans með ágætum inngangi, á að Sumarnótt hafi
innblásið að minnsta kosti tvö skáld, þótt á ólíkan hátt væri.6 Stephan G.