Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Side 61
H v e r s v e g n a k v e i ð s é r a B j ö r n …
TMM 2007 · 2 61
Stephansson hefur lýst því í óbundnu máli þegar hann steig á skipsfjöl á
leið til Ameríku að næturlagi sumarið 1873. Þar grípur hann aftur og
aftur til orða Sumarnætur Björns: Fjöllin og heiðarnar við Eyjafjörð
voru sem „kolbrýndir, samfelldir veggir.“ „Nóttin var steinþögul og stóð
á öndinni …“ Á ólíkan hátt nældi Þórbergur Þórðarson í línur frá Birni
þegar hann kvað:
Dags lít ég deyjandi roða
drekkja sér vestur í mar, –
og konan í bólinu bíður
bóndans, sem dorgar þar.
*
Að sögunni um að Björn Halldórsson hafi ort Sumarnótt nóttina fyrir
brúðskaupsdaginn sinn er ýjað í ævisögu Einars Ásmundssonar í Nesi,
nágranna Björns, eftir Arnór Sigurjónsson (1957). Arnór fæddist aðeins
tæpum ellefu árum eftir að Björn dó og ólst upp í Þingeyjarsýslu meðal
fólks sem hefur örugglega rætt margt um nýlega dána fyrirmenn hér
aðsins, og Arnór hefur hlustað vel, svo skarpur og athugull maður sem
hann átti eftir að verða. Mín vegna kann auðvitað að vera að sögnin um
tilefni Sumarnætur hafi verið prentuð fyrr, erfitt er að ganga úr skugga
um það. En þetta segir Arnór meðal annars um Björn:7
Hann gerðist ágætur búhöldur, en af öðrum var það meir þakkað jarðnæði
hans, Laufási, og konu, Sigríði Einarsdóttur frá Saltvík, er þótti frábær búkona.
Sr. Björn hafði hvers manns eftirlæti í sveitinni. Fólkið vissi, að hann bjó yfir
harmi, er því var ærið leyndardómsfullur. Það kunni frá því að segja, að hann
mundi hafa kvænzt nauðugur. Það mun hafa verið rétt, en annars voru hug
myndir manna um það flestar rangar, en þannig allar, að hann galt þeirra ekki.
Mun sannast, að það þunglyndi, sem hann lýsir í kvæðinu Dags lít eg deyjandi
roða, bjó honum í blóði og var ekki nema öðrum þræði sprottið úr ytri örlögum.
Þessu þunglyndi, sem stundum lá við sturlun, lýsir hann hvað eftir annað í bréf
um til æskuvinar síns Þorláks Jónssonar á Stórutjörnum, en einna átakanlegast
í bréfi rituðu 19. ág. 1852: „Eg er nú oftast í eyði og tómur eins og jörðin, meðan
guðs andi gerði ekki annað en lá kyrr og hringaði sig yfir óskapnaðardjúpinu,
en var ekki búinn að segja „verði ljós“, svo að það hrifi, því að myrkur er yfir
undirdjúpunum í mér, þótt einstaka sinnum bregði gleðiglampa á yfirborðið …
Eg sé engan hlut né hugsa svo gleðilegan, að eg geti sinnt honum með öðru en
kuldabrosi eða gremjuglotti. … Já, feginn vil eg komast héðan úr þessum heimi,
sem eg er búinn að skíta út, úr þessu lífi, sem eg er búinn að ónýta.
Gallinn er auðvitað sá að við fáum ekki að vita hverjar þær hugmyndir
manna um hjónaband Björns voru sem Arnór segir rangar. En séra Bolli