Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Qupperneq 62
G u n n a r K a r l s s o n
62 TMM 2007 · 2
Gústavsson rekur hjónabandsraunasögu Björns miklu nákvæmar en
Arnór og bendir á að Björn gat með Sigríði Einarsdóttur soninn Vil
hjálm, síðar bónda og trésmið á Rauðará við Reykjavík, árið eftir að
hann útskrifaðist stúdent úr Bessastaðaskóla. Samkvæmt kirkjubók
fæddist Vilhjálmur 24. janúar 1846, segir Bolli, og reynist það rétt eins
og hlaut að vera.8 En því sannprófaði ég fullyrðingu hans að í prent
uðum mannsöguritum er hann ýmist sagður fæddur þann dag 1845 eða
24. mars 1846, hvernig sem á þeim ruglingi stendur. Þegar Vilhjálmur
fæddist var Björn rúmlega 22 ára gamall, fæddur 4. nóvember 1823 og
útskrifaður frá Bessastaðaskóla 1844. Sigríður barnsmóðir hans var fjór
um árum eldri en hann og þjónustustúlka á heimili föður hans og stjúp
móður á Eyjardalsá í Bárðardal. Að sögn Bolla gengu kviksögur um að
faðir Björns, séra Halldór Björnsson á Eyjardalsá, hafi í rauninni átt
barnið með Sigríði, en Björn hafi gengist við því fyrir hann. „Sú fullyrð
ing er röng …“, segir séra Bolli og leggur sig fram um að afsanna hana:
„Það varðaði framtíðarheill Björns stúdents að eignast barn í lausaleik,
ekkert síður en séra Halldórs. Hefði verið auðgefið fyrir þann síðar
nefnda að fá einhvern ókvæntan vinnumann til að gangast við barninu
og til þess hafði hann alla möguleika. Þá var séra Halldór vel kvæntur
…“ segir hann, en kona hans var Þóra Gunnarsdóttir, sú sem Jónas Hall
grímsson hafði greitt lokka við Galtará löngu fyrr. „Þóra Gunnarsdóttir
hefði aldrei unað því,“ segir Bolli, „að maður hennar hefði tekið framhjá
henni með annarri konu, ekki síst vegna þess, að hún var ekki talin hafa
gifst honum af ást. Hefði hún því sennilega notað tækifærið og yfirgefið
hann og horfið í skjól föður síns í Laufási, enda þá barnlaus.“9 Varla geta
þessi rök talist örugg; hjónaskilnaðir voru meira mál á 19. öld en hjá
okkur nú og örugglega mikið stöðuhrap fyrir prestsmaddömu að hverfa
heim í foreldrahús. Gegn hinni hugmynd Bolla, að finna vinnumann til
að feðra barnið, eins og presturinn í Höllu Jóns Trausta gerði, má hafa
það að óvíst er að Sigríður hefði sætt sig við verri barnsföður en prests
soninn. Annars getur hver og einn metið og vegið rök Bolla.
Hvað sem kann að vera satt um faðerni Vilhjálms er einkennilegt að
sú saga skyldi komast á kreik að séra Halldór ætti son Sigríðar fremur
en Björn sonur hans, ef ekki hefur verið eitthvað grunsamlegt við
aðstæðurnar. Af einhverjum ástæðum hefur þótt ólíklegt að Björn hafi
getið barnið með Sigríði.
Eftir stúdentspróf dvaldist Björn rúmt ár í föðurhúsum, meðal annars
við að kenna piltum undir skóla. Þá var hann eitt ár heimiliskennari
kaupmanns á Húsavík, síðan tvö ár skrifari og heimiliskennari sýslu
manns á Akureyri. Þá settist hann í Prestaskólann í Reykjavík, haustið