Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Blaðsíða 64
G u n n a r K a r l s s o n
64 TMM 2007 · 2
Allt orkar þetta fremur ótrúlegt. Það er algeng klisja að kenna
óþekktri ástarsorg um það ef menn lifa langa ævi án þess að ganga í
hjónaband. En þeir sem nú rannsaka efnafræði ástarinnar segja, það
sem þarf ekki að koma okkur á óvart, að brennandi ást vari sjaldan
árum saman ef hún fái ekki endurnæringu af samvistum. Bandaríkja
menn reynast elska í sjö mánuði að meðaltali og í mesta lagi 18 mánuði,
Bretar aftur á móti 2,3 ár að meðaltali.14 Síðasttalda talan gæti að vísu
teygt ást Björns á Svövu listakonu vel fram yfir brúðkaup hans en ekki
skýrt áralanga óhamingju. Ef andúð Björns á að giftast Sigríði hefði
stafað af ást hans á konu sem hann kynntist í Kaupmannahöfn veturinn
1850–51 skýrir það ekki heldur hvers vegna hann gekk ekki að eiga hana
þegar hún kenndi honum soninn Vilhjálm nokkrum árum fyrr.
Sögnin um norsku myndlistarkonuna Svövu er líka tortryggileg.
Norskur myndlistarsögufræðingur, Anne Wichström, kannaðist að
spurð ekkert við konu með þessu nafni og sagði engar norskar konur
hafa lagt stund á höggmyndalist fyrr en eftir 1870. Engin kona með for
nafnið Svava reynist vera skráð í norsku manntali 1801 eða 1865.15 Ekk
ert bendir því til að Norðmenn hafi verið farnir að nota skírnarnafnið
Svava um miðja 19. öld.
Það virðist deginum ljósara, sem kemur fram bæði hjá Arnóri Sigur
jónssyni og Bolla Gústavssyni, og hver maður sér sem les bréf Björns, að
hann stríddi lengi ævi sinnar við alvarlega geðhvarfasýki. Hér að fram
an er tilfært dæmi um þunglyndisleg ummæli Björns. Á hinn bóginn
eru sum bréf hans yfirfull af gáska svo að lesandinn fær tilfinningu um
að höfundurinn geti varla hamið sig. Til dæmis skrifaði hann Þorláki
Jónssyni á Stórutjörnum 15. mars 1863:16
Á sunnudaginn var og mánudaginn flutti jeg tvær messur á Svalbarði. Jeg vil nú
fara að fá þig fyrir aðstoðarprest, svo mikill hörgull sem er af kennimönnum. Í
laun skaltu hafa allt það, sem jeg get uppborið af aukaköllunum og 1 æðaregg í
tilbót fyrir hverja messu, en kríuegg fyrir barnsskírn.
Þannig sveiflast séra Björn á milli gleði og harms í bréfum sínum. Ætli það
sé ekki úrelt geðsjúkdómafræði að rekja slíkt til einhvers sérstaks tilefnis?
Var séra Björn þá bara í þunglyndiskasti þegar hann orti Sumarnótt?
Kannski, og þó finnst mér ekki alls kostar líklegt að maður í því ástandi
hafi svo ljómandi skýra og einbeitta hugsun. Þá dregur Bolli Gústavsson
fram í dagsljósið vitnisburð um að ástleysi Björns á konu sinni hafi
skapað honum varanlegan og alvarlegan vanda. Hann prentar kvæði
sem hann fann í handriti Björns en hefur aldrei verið birt áður. Séra