Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Side 65
H v e r s v e g n a k v e i ð s é r a B j ö r n …
TMM 2007 · 2 65
Bolli segir að það sé án fyrirsagnar í handriti en kallar það Geig. Það er
átta erinda rímaðir kveinstafir manns í ástlausu hjónabandi, allt á
mælsku yfirborði og er þannig frá listrænu sjónarmiði mikil andstæða
við Sumarnótt. Því get ég ekki stillt mig um að birta það í heild:17
Aftökustaður allrar sælu,
ástlausa skylduhjónaband.
Enga þvílíka fjandafælu
finn ég sem þig um strönd né land.
Hryllileg er þín heljarmynd,
hrösunarklettur, erfðasynd.
Á ég að ganga feigum fótum
fram þar sem liggur ætluð braut,
enga þótt viti’ eg von á bótum,
von um að létti harmaþraut,
fyrr en blaktandi lífsins log
lýstur af skari dauðans flog?
Á ég að lifa eða deyja?
Á ég að sofna og gleyma mér?
Eða stríðandi þola og þreyja
þar til mæðunni lokið er?
Víst sé ég þetta væri best
vissi ég ei minn kraftabrest.
Lifandi í gröf að leggjast niður
lengi hefur mig óað við,
í byrgða jörð þó feigum friður
fljótt sé búinn við dauðra hlið.
Hvenær linna þín lemstraköf,
lifandi dauði, opna gröf?
Þegar andinn í eymda tötrum
eintómt myrkur og hrelling sér,
mun hann ei vilja varpa fjötrum
volaðs og fáráðs lífs af sér,
til að vita hvort verri kvöl
vera mun til en kvonfangsböl?
Hvað á, drottinn minn, sá að segja,
sem að lífið varð hefndargjöf?
Er ekki von hann fýsi að fleygja
fjöri svívirtu niðrí gröf?
Eitt er þó víst að ekki þar
óttast þarf neinar giftingar.
Hættu nú, sól, að ljóma lengur
og lýsa mér í opin sár.
Og þú, tími, sem taflaust gengur,
teld’ ekki fleiri daga’ og ár.
Storknið þið, lindir lífs, í mér.
Lífið er dauði hvort sem er.
Hugur bilar í hverju spori
héðan sem stíg ég lengra fram.
Veturinn flýgur fram að vori.
Forlaganornin kalda hramm
færir mér æ því fastar að
fremur sem nálgast takmark það.
*
Ekki finnst mér sennilegt að geðhvarfasýki ein valdi því taumlausa
ógeði á hjónabandinu sem hér er tjáð. Önnur heimild sýnir líka svo
glöggt að ekki verður um villst að hjónabandið var séra Birni átakanlegt
böl líka þegar hann var í geðrænni uppsveiflu. Þegar ég var að kanna
félags og stjórnmálalíf SuðurÞingeyinga á 19. öld, einhvern tíma á
árunum 1971–73, rakst ég á ódagsett bréf frá séra Birni til Þorláks Jóns
sonar á Stórutjörnum þar sem hann tjáir sig sérstaklega skýrt um þetta.
Ég tók upp á seðil það sem mér fannst skipta máli og rakst svo nýlega á
seðilinn fyrir tilviljun. Það varð tilefni þessarar greinar. Eftir að ég hafði