Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 66
G u n n a r K a r l s s o n
66 TMM 2007 · 2
skrifað hana ætlaði ég að gáta textann í handritinu, en þá var hann ekki
að finna meðal bréfa séra Björns til Þorláks í handritinu Lbs. 2595 4to,
þar sem önnur bréf Björns til Þorláks eru og ég hafði skrifað á seðilinn
forðum. Ég er alls ekki svo hagmæltur eða orðhagur að ég hefði getað
samið það sem stendur á seðlinum og tel því ótvírætt að textinn sé eftir
séra Björn. Uppskrift mín er þá orðin að frumheimild, nema bréf Björns
eigi eftir að koma í leitirnar, og því birti ég hana stafrétta og óstytta;
úrfellingin er í uppskrift minni:
Jeg get aldrei orðið glaður. Eða framar nokkur maður; það fór allt í ólánið Daginn
þann sem gól mér galdur Gamli fjandans Villibaldur: Síðan engan finn jeg frið.
– Flettu upp 7da júlí í almanakinu; þann dag kvæntist jeg, og þá skilur þú vís
una. … Jeg ætla nú ekkert að stíga í stólinn í þetta sinn til að ræða um hjónaband
mitt, nema rétt að segja þjer það, að jeg er orðinn miklu altíðlegri við konuna, og
rétt almennilegur; en um hitt vil jeg ekki tala, hvað mér fellur það þungt; samt er
svölun í því að geta yfirunnið sjálfan sig til góðs og ekki gengur mér annað en gott
til þess, það, að jeg af hjarta vil að hún geti lifað róleg og ánægð. En jeg er því ver
búinn að drepa mig á nauðunginni, og má til að halda áfram að gera það hjereptir;
því aldrei verður mér þetta náttúrlegt, eða ekki sjálfrunnin (eins og hákallslýsi)
hvöt hjartans, heldur verður það mér eins og það vald sem jeg að vísu vil feginn
beigja mig undir, en sem jeg ekki get látið brjótast til ríkis í mér nema með því að
kollvarpa byggingu náttúrunnar, það er að skilja þessarar holdlegu tilveru.
Þetta bréf er ekki skrifað í þunglyndiskasti; þvert á móti er það ein
kennilega blandað gríni þegar Björn líkir hvöt hjartans við sjálfrunnið
hákarlslýsi. Líklegast finnst mér að hann hafi opnað hug sinn svona
mikið fyrir Þorláki í þetta sinn einmitt af því að hann hafi verið í
manísku hliðinni á geðhvarfasýki sinni. Enga sérstaka ástæðu finn ég
heldur til að halda að Björn hafi þurft að bera sig svona illa vegna þess
að Sigríður Einarsdóttir hafi verið neitt sérstaklega óaðlaðandi kven
kostur. Hún var aðeins fjórum árum eldri en Björn, sem þykir ekki mik
ill aldursmunur nú og hefur líklega þótt enn minni þá þegar til dæmis
var algengt að ungir prestar giftust ekkjum forvera sinna til þess að fá
bústofninn allan í einu lagi með konunni. Arnór Sigurjónsson segir ekki
annað um frú Sigríði en að hún hafi þótt frábær búkona.18 Séra Bolli
hefur fleiri orð um hana, segir að hún hafi verið „gerðarleg stúlka, frem
ur há og beinvaxin, dökkhærð og brúneygð. Bendir allt til þess, að hún
hafi verið rösk til starfa og ákveðin.“19 Vel getur verið að þessi einkunn
arorð feli eitthvað í sér um að hún hafi þótt ófríð og jafnvel ráðrík, en
það skiptir ekki miklu máli, enda var Birni engin nauðsyn að ganga að
eiga Sigríði ef hann hefði kosið aðra brúði fremur. Ekki hefur hann skort
konuefni, ungur prestur í góðu brauði, gáfaður, fyndinn og með hlýjan