Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Side 68
G u n n a r K a r l s s o n
68 TMM 2007 · 2
Var hann að leita lækninga við samkynhneigð? Hún var vissulega sjúk
dómsvædd í Evrópu á 19. öld, en samkvæmt mínum heimildum gerðist
það varla fyrr en nokkrum áratugum síðar. Það var þýskur lögfræðing
ur, Karl Heinrich Ulrichs, sem einna fyrstur hélt því fram á prenti að
samkynlíf gæti ekki verið refsivert athæfi því að samkynhneigð væri
meðfæddur eiginleiki sumra einstaklinga, en Ulrichs byrjaði ekki að
birta efni um þetta fyrr en 1864. Í framhaldi af því ruddi þýskaustur
rískur geðlæknir, Richard von KrafftEbing, því sjónarmiði braut að
samkynhneigð væri geðsjúkdómur, og bók hans um það efni, Psycho-
patia Sexualis, kom ekki út fyrr en 1886.20 Árið 1850 er því líklegra að
Björn hafi litið á kynhneigð sína sem einhvers konar óviðráðanlega
afbrotahneigð. Sennilegra er að hann hafi reynt að leita sér lækninga við
geðhvarfasýkinni, ef hann hefur þá gert greinarmun á henni og sam
kynhneigðinni. Kannski hefur verið eðlilegast frá sjónarmiði hans að sjá
hvort tveggja sem tvær birtingarmyndir sama óeðlisins.
Hin lokaathugasemd mín varðar þá spurningu hver sá gamli fjandans
villibaldur var sem gól séra Birni þann galdur að verða að giftast. Björn
vísaði Þorláki á Stórutjörnum í almanakið um hver hann væri, og sé
flett upp á júlímánuði í almanökum frá 19. öld stendur þar vissulega
dýrlingsnafnið Villebaldus.21 Íslenskun nafnsins, Villibaldur, hefur
hann sjálfsagt skapað sjálfur; að minnsta kosti kemur það hvorki fyrir í
orðabókum né ritmálssafni Orðabókar Háskólans.22 Nærtækt er að
álykta að Björn hafi snúið nafni dýrlingsins upp á föður sinn, séra Hall
dór á Eyjardalsá. Hvert sem var rétt faðerni Vilhjálms Sigríðarsonar
hafa menn áður getið sér þess til að þau hjón, Halldór og frú Þóra, hafi
lagt að Birni að kvænast Sigríði.23
Sé þetta rétt fer að verða dálítið merkilegt að skáldið Sjón skrifaði
nýlega skáldsögu þar sem ein aðalpersónan er illur prestur sem er kall
aður SkuggaBaldur.24 Er þetta einber tilviljun? Ekki endilega. Baldur og
Kristur eru auðvitað náskyldir, hvernig sem þeim skyldleika kann að
vera háttað. Báðir eru góðir og báðir deyja; á miðöldum voru báðir
kenndir við hvítan lit. Nöfnin VilliBaldur og SkuggaBaldur eru hugs
uð svipað og AntiKristur. Þeir eru andhverfa þess besta sem menn geta
hugsað sér. Hér kann að vera að tvö skáld hafi fundið sömu hugmynd af
því að hún var góð og hæfði því sem þeir vildu segja.
Tilvísanir
1 Björn Halldórsson í Laufási: Ljóðmæli. Bolli Gústavsson annaðist útgáfuna
(Reykjavík, Skálholtsútgáfan, 1994), 139. Í fyrstu línu síðasta erindis í prentað:
„Verður mér …“ sem hlýtur að vera prentvilla.