Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Side 72
72 TMM 2007 · 2
Jón Yngvi Jóhannsson
Enn á öld glæpsins
Um skáldsögur á markaði árið 2006
Fyrir undirrituðum byrjaði jólabókaflóðið með útgáfu IV. og V. bindis
Íslenskrar bókmenntasögu í október. Um þessi bindi hefur margt verið
ritað og skrafað, sumt í þeirri umræðu einkenndist af einkennilegri
kergju sem varð til þess að gagnrýnin komst aldrei lengra en að umfjöll
un um eyðurnar sem manni finnst ansi hart þegar búið er að skrifa og
gefa út 1500 blaðsíðna yfirlitsrit um íslenskar bókmenntir á tuttugustu
öld. Þetta á þó langt í frá við um alla gagnrýnendur verksins, Hermann
Stefánsson skrifaði til dæmis hnýsilegar umsagnir á Kistuna auk ítar
legri ritdóms Heimis Pálssonar í síðasta hefti TMM.
En ég er ekki bara að rifja þetta upp til að kynna eigin verk eins og
hver annar höfundur í jólabókaflóði heldur sýnist mér að útgáfa ársins
staðfesti að mörgu leyti það sem ég held fram í lokakafla bókmennta
sögunnar: Að íslenskar bókmenntir standi í óvenjulegum blóma um
þessar mundir og þá sérstaklega íslensk skáldsagnagerð. Eitt af því sem
staðfestir þetta eru bækurnar sem ekki komu út um þessi jól. Þetta
hljómar kannski einkennilega, en ef við hugsum um það að höfundar
eins og Einar Már Guðmundsson, Vigdís Grímsdóttir, Einar Kárason,
Ólafur Gunnarsson, Steinunn Sigurðardóttir, Sjón og Hallgrímur
Helgason voru ekki með skáldsögur um þessi jól og samt voru þetta
býsna góð skáldsagnajól, þá er held ég ástæða til að fagna.
Segja mætti að þetta hafi verið jólin þegar við komumst að því að
þessi öfluga kynslóð sem endurnýjaði íslenska skáldsagnagerð svo eft
irminnilega á níunda og tíunda áratug síðustu aldar dregur vagninn
ekki lengur ein. Yngri höfundar eru í sviðsljósinu, Bragi Ólafsson,
Auður Jónsdóttir, Eiríkur Guðmundsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Sölvi
Björn Sigurðsson, Jökull Valsson og Haukur Már Helgason svo nefndir
séu nokkrir. Af eldri höfundum er sérstök ástæða til að vekja athygli á
skáldsögu Kristínar Steinsdóttur, Á eigin vegum; Guðbergur Bergsson
og Fríða Á Sigurðardóttir voru líka með skáldsögur á síðasta ári.