Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 73
E n n á ö l d g l æ p s i n s
TMM 2007 · 2 73
Geta bankar ekki grátið?
En ég ætla ekki að vera með neina kynslóðareikninga hérna. Það sem
vekur athygli mína er breiddin í hópi íslenskra skáldsagnahöfunda, það
er með ólíkindum hversu mikið kemur út af frambærilegum skáldsög
um. Þar með er alls ekki sagt að allar íslenskar skáldsögur séu óvið
jafnanleg snilldarverk eða að slík verk komi hér út á hverju ári; en það
er orðinn til ansi breiður hópur höfunda sem kann sitt fag og sendir
reglulega frá sér markverðar skáldsögur.
Á síðustu þremur áratugum hefur það einfaldlega gerst að atvinnu
mennsku í skáldsagnagerð hefur vaxið fiskur um hrygg á Íslandi.
Ástæðurnar fyrir því eru nokkuð augljósar. Hér hafa markaður, ríki og
bókmenntir unnið saman, svo leikið sé með gamlan greinartitil frá
Matthíasi Viðari Sæmundssyni.1 Rithöfundar hafa flestir tekið þátt í
þessum dansi meira eða minna og reynt að halda jafnvægi á milli þess
að vera með og selja bækur sínar annars vegar og halda uppi gagnrýni
og sjálfstæði hins vegar. Ein forsendan enn fyrir þessari fjölbreytni, og
fyrir fyrirferð skáldsögunnar í okkar árstíðabundnu bókmennta
umræðu, er síðan sú að íslenskt bókmenntakerfi er þrátt fyrir allt í lýð
ræðislegra lagi – sem er bæði kostur og galli. Hér spila höfundar afþrey
ingarbóka og frumlegir nýskapandi skáldsagnahöfundar í sömu deild,
veiting Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir fagurbókmenntir að
þessu sinni sýnir þetta betur en nokkuð annað. Þar var hefðbundið,
vandað en tíðindalítið smásagnasafn tekið fram yfir bækur sem eru
skrifaðar af meiri listrænni djörfung og metnaði.
Þetta er annars jarðsprengjusvæði sem erfitt er að ferðast um. Þegar
talað er um markað og bækur í sömu andrá er stutt í klisjurnar og fáir
sem vilja gangast við því að í samleik markaðar og bókmennta geti falist
möguleikar eða frjómagn. Á Kistunni varð þannig í haust nokkur
umræða um sölu Nýhil á ljóðabókum til Landsbankans í kjölfar viðtals
við Eirík Örn Norðdahl í menntaskólatímaritinu Verðandi. Þar birtist
gömul deila í búningi sem var ekki sérlega nýstárlegur. Anna Björk
Einarsdóttir gagnrýndi markaðsvæðingu Nýhils og sagði meðal ann
ars:
Það er eitthvað sem passar ekki alveg. Banki er ekki venjulegur kaupandi því
banki er ekki venjulegur lesandi. Stofnanir geta bara alls ekki lesið frekar en
haft samvisku eða skoðanir og því hlýtur að vera eitthvað annað markmið
hjá stofnuninni en ljóðalestur. Og þegar umfjöllun um þennan banka birtist
hvað eftir annað í tengslum við menningu og listir þá hlýtur maður að spyrja
sig hvort bankinn ljóðelski, eins og komist var að orði í einni umfjölluninni