Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Blaðsíða 75
E n n á ö l d g l æ p s i n s
TMM 2007 · 2 75
hvers manns innkaupakörfu fyrir
síðustu jól, hvort sem var í Bónus
eða bókabúðum.
Hitt er aftur verra hversu marg
ar verulega áhugaverðar skáldsög
ur rötuðu í alltof fáar innkaupa
körfur, þrátt fyrir glimrandi dóma
og þó nokkra kynningu. Bestseller
isminn verður þá fyrst hættulegur
þegar allt annað hættir að seljast.
Og það er svolítið eins og á síðasta
ári hafi skáldsögur annaðhvort
selst í bílförmum eða alls ekki. Til
dæmis varð á endanum hjartasker
andi að fylgjast með djarfri tilraun
Nýhil til skáldsagnaútgáfu. For
lagið gerði allt rétt, skáldsögurnar
voru frá því að vera frambærilegar
til þess að vera frábærar, kápurnar
þær flottustu á söluborðunum, og
umfjöllun í fjölmiðlum, a.m.k. um
bók Eiríks Arnar, í góðu meðallagi, dómar um bækurnar voru undan
tekningalítið góðir, samt hreyfðust þessar bækur lítið. Sama má segja
um bækur eins og Fljótandi heim eftir Sölva Björn Sigurðsson og líklega
Skuldadaga eftir Jökul Valsson, eins mætti nefna sögu Kristínar Steins
dóttur, Á eigin vegum.
Þetta eru bækurnar sem áttu betra skilið, hefðu mátt rata til svo
miklu fleiri lesenda og yfirlit ársins byrjar á þeim.
Bækur sem áttu betra skilið
Á eigin vegum er önnur skáldsaga Kristínar Steinsdóttur fyrir fullorðna
en hún er auðvitað vel þekktur barnabókahöfundur. Það er íhugunar
efni út af fyrir sig að jafn góð skáldsaga eftir höfund sem er vel þekktur
skuli ekki fá meiri athygli og segir líklega sína sögu um stöðu barnabóka
í íslensku bókmenntalífi.
Sagan lætur lítið yfir sér á yfirborðinu, stutt saga og án allra stór
átaka. Hér segir frá eldri konu, Sigþrúði, sem lifir ákaflega regluföstu
lífi, hún sér fyrir sér með blaðaútburði og hefur það helst sér til dægra
dvalar að fara í jarðarfarir ókunnugs fólks.
Saga Kristínar Steinsdóttur um blað-
berann Sigþrúði er stutt en þó bæði
djúp og víð.