Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Blaðsíða 76
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n
76 TMM 2007 · 2
Þessi kyrrláta tilvera sem lýst er af hæfilegri kímni er einkennilega
sjarmerandi, en það kemur líka í ljós að Sigþrúður á sér fortíð sem er
dramatískari en nútíminn gefur til kynna. Hún er alin upp af vanda
lausum og veit lítið um foreldra sína eða forfeður, og lífið hefur farið um
hana nokkuð ómjúkum höndum.
Þegar Sigþrúður fer að rannsaka fortíð sína og ættir kemur ýmislegt í
ljós. Það kemur á daginn sem hana hefur raunar grunað að langafi
hennar er franskur skútusjómaður og leitin að honum hristir upp í lífi
hennar þannig að hún eignast að minnsta kosti von um nýtt og meira
spennandi líf.
Þræðirnir í sögu Sigþrúðar liggja þannig víða um söguna og samfé
lagið. Sá hluti sem fjallar um æsku Sigþrúðar leiðir hugann að fjölmörg
um sögum af niðursetningum og fósturbörnum í íslenskum bókmennt
um, en ekki er síður nærtækt að hugsa til fjöldamargra skáldsagna eftir
konur frá eftirstríðsárunum þar sem lýst er hlutskipti kvenna á mótum
sveitasamfélags og nýs lífs í borginni. Saga Sigþrúðar er saga konu sem
hefur lifað á sjálfri sér þjóðfélagsumbyltingar 20. aldarinnar án þess að
vera þar nokkurn tíma í aðalhlutverki, saga hennar er sögð á hófstilltan
og meitlaðan hátt, hún er ekki hávær en lifir lengi með lesandanum.
Haukur Már Helgason sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu, Svavar
Pétur og 20. öldin. Haukur hefur getið sér gott orð sem ljóðskáld, heim
spekingur og farandmenntamaður eins og hann kallar sjálfan sig. Sagan
ber augljós merki um heimspekilegan bakgrunn Hauks. Þar er unnið
með hugmyndir um veruleika og eftirlíkingu í anda Baudrillards, en
líka með hefð útópíunnar eða öllu heldur dystópíunnar. Að mörgu leyti
minnir sagan þannig á Lovestar Andra Snæs Magnasonar. Í sögunni af
Svavari Pétri er dregin upp ýkt og afskræmd mynd af samfélagi þar sem
eftirlíkingar og nostalgía hafa tekið öll völd. Kópavogi er breytt í
skemmtigarð um 20. öldina þar sem Berlínarmúrinn og kaldastríðið eru
sett á svið íbúum til ómældrar gleði. Fyrri hluti bókarinnar þar sem
þessi hugmynd er undirbyggð er vel unninn, og einhvernveginn var eins
og sú gróteska hugmynd bókarinnar að hafa líkið af Lennon við hvítan
flygil sem miðpunkt skemmtigarðsins rættist í ónefndu fimmtugs
afmæli stuttu síðar.
Akkilesarhæll bókarinnar er á hinn bóginn útfærsla hugmyndarinn
ar og þróun persónu Svavars Péturs. Heimspekilegar vangaveltur sem
honum eru lagðar í munn verða minna spennandi eftir því sem líður á
bókina og á köflum líflausar og langdregnar.
Eitur fyrir byrjendur er önnur skáldsaga Eiríks Arnar Norðdahls.
Hún byrjar eins og svolítið skemmtileg lýsing á lífi ungs fólks í Reykja