Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Side 78
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n
78 TMM 2007 · 2
Endurkoma póstmódernismans?
Síðastliðið haust héldu Sykurmolarnir tónleika í Laugardalshöll. Þeir
náðu hámarki þegar Sjón birtist á sviðinu í gervi Johnny Triumphs, það
var nostalgísk veisla í yfirstærð í boði yfirlýstra andstæðinga nostalgí
unnar. Tilfinningar okkar sem vorum mætt á staðinn og höfðum séð
Sykurmolana í fyrra lífi þeirra voru nokkuð blendnar, maður hlýtur að
standa á þröskuldi þess að vera miðaldra þegar maður fer á endurkomu
tónleika uppáhalds hljómsveitar æsku sinnar og sér hana koma fram
með fullorðin börn sín sem gestahljóðfæraleikara.
Í fimmta bindi Íslenskrar bókmenntasögu er því haldið fram að sjá
megi ákveðna þróun í átt til nýs raunsæis í verkum ungra höfunda eftir
póstmódernisma níunda og tíunda áratugarins. Í ritdómi Hermanns
Stefánssonar á Kistunni var þessi kenning sögð glannaleg, sem getur vel
verið. Hitt kemur mér meira á óvart að það er engu líkara en hópur höf
unda sé að afsanna hana gersamlega. Á síðasta ári komu út að minnsta
kosti þrjár skáldsögur sem gætu virst einkennilega tímasettar, hrein
ræktaður póstmódernismi tíu til fimmtán árum eftir að umræðan um
hann stóð sem hæst. Eða hvað á maður að segja um Undir himninum
eftir Eirík Guðmundsson, Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins eftir
Steinar Braga og Fljótandi heim eftir Sölva Björn Sigurðsson?
Í jólabókaflóðinu miðju fékk ég stundum svolítið svipaða tilfinningu
og á Sykurmolatónleikunum í nóvember, mér leið eins og ég væri kom
inn aftur til ársins 1992. Sem kunnugt er fer nostalgían í poppheim
inum í sífellt krappari hringi, um 1985 var sjöundi áratugurinn í tísku,
tíu árum seinna var farið að halda þemakvöld tileinkuð níunda áratugn
um og gott ef lýsingarorðið næntís er ekki á góðri leið með að vinna sér
sess í málinu. Sögur þeirra Eiríks, Steinars Braga, Sölva Björns og að
sumu leyti saga Hauks Más Helgasonar eiga það sameiginlegt að end
urspegla tíu til fimmtán ára gamla umræðu. Þær eru allar í einhverjum
skilningi sjálfssögur, textar sem fjalla fyrst og fremst um aðra texta og
sjálfar sig, írónísk úrvinnsla úr hefð. Einfalda skýringin á þessu er
auðvitað sú að á Íslandi gerist allt tíu árum seinna en úti í heimi, en það
er einfaldlega ekki rétt; ef maður gluggar í merka grein Ástráðs Eysteins
sonar, „Hvað er póstmódernismi?“ frá árinu 1988, finnur maður til
dæmis ótrúlega margt sem rímar við þessar sögur.
Ég verð að viðurkenna að Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins eftir
Steinar Braga veldur mér mestum heilabrotum í þessu samhengi. Þar er
spæjarasaga að hætti Arthurs Conan Doyle flutt til samtímans og Steinn
Steinarr gerður að aðalpersónu. Það sérkennilega við söguna sem paró