Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Side 80
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n
80 TMM 2007 · 2
geta til dæmis hæglega lesið æskukaflana sem nostalgískar strákabók
menntir og skemmt sér við leit að fyrirmyndum eins og gengur.
Það eru dásamlegir hlutir í þessari bók, fyndnir, spakir, hugljúfir og
jafnvel nístandi. Eiríkur er firnaöruggur stílisti og hugmyndaríkur í
einstökum köflum og athugasemdum, en þrátt fyrir titilinn er bókin
geysilega upptekin af einangruðum heimi og þröngu umhverfi hans
meðal reykvískra menningarvita. Í ritdómi um söguna í Víðsjá sagði
Auður Aðalsteinsdóttir meðal annars:
Þetta er líka sjálfhverf saga með eindæmum. Ekki bara af því að hún fjallar um
það að skrifa og gefa út bækur eða af því að stundum læðist að manni sá grunur
að hún sé fyrst og fremst innlegg í samræðu ákveðins skálda og fræðimanna
hóps. […] Ég er því miður hrædd um að ég hafi ekki reynst hinn fullkomni
viðtakandi. Mér hefur hins vegar heyrst að reykvískir karlmenn á fertugsaldri
hitti sjálfa sig fyrir í þessari bók og verði stórhrifnir.
Fleiri sem ekki tilheyra menginu menntaðir karlmenn á fertugsaldri
segja sömu sögu. Sjálfum þykir mér þetta líka helsti galli sögunnar: Hún
er of lík því sem búast mátti við af fyrstu skáldsögu útvarpsmannsins
Eiríks, of rökrétt framhald af pistlum og fyrri skrifum sem kemur
manni of sjaldan í opna skjöldu.
Fljótandi heimur er önnur skáldsaga Sölva Björns Sigurðssonar, sú
fyrsta, Radíó Selfoss kom út árið 2003. Þar skrifaðist Sölvi Björn leynt og
ljóst á við Rokkað í Vittula eftir Mikael Niemi. Í Fljótandi heimi eru það
á hinn bóginn verk japanska höfundarins Haruki Murakami sem sam
ræðan snýst um. Fljótandi heimur er kannski sú skáldsaga sem kom
undirrituðum hvað gleðilegast á óvart í uppskeru haustsins. Sagan er
raunar nokkuð erfið inngöngu, m.a. vegna þess að tímaröð frásagn
arinnar er langt frá réttri tímaröð eins og sjá má af efnisyfirlitinu þar
sem fyrsti kaflinn er nr. 14, þá kemur kafli 1, þá 15 o.s.frv. Sagan (þ.e.
14. kafli) hefst á því að sögumaður, bókmenntafræðineminn Tómas,
hleður niður undirvitund japanska höfundarins Harukis Murakami, og
verk hans, rétt eins og fjöldi annarra texta og fyrirbæra í samtímamenn
ingunni skipta miklu máli í sögunni. En þótt samband Tómasar (og
kærustu hans Saiko) við verk Murakamis séu mikilvæg í sögunni og
Sölvi gefi kollegum sínum sem hér hefur verið fjallað um ekkert eftir í
textatengslum og tilvísunum er það allt gert til þess að segja sögu sem
snertir verulega við lesandanum, kannski verður hún einmitt sterkari
sakir þess hversu óvænt einlægnin er undir lokin.
Ég þykist vita að alltof fáir hafi lesið þessa sögu Sölva og því verður
ekki miklu ljóstrað upp um efni hennar hér, en rétt eins og Eiríki Erni