Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 81
E n n á ö l d g l æ p s i n s
TMM 2007 · 2 81
tekst Sölva að fjalla um óbærilega reynslu af ofbeldi, svikum og missi án
þess að verða nokkurn tíma fyrirsjáanlegur eða væminn.
Fæstar þeirra sagna sem enn hefur verið fjallað um voru áberandi á
metsölulistum þótt sumar hafi verið áberandi í umræðunni. Nú er rétt
að snúa sér að þeim sögum sem hæst fóru.
Glæpasögur og spenna
Árið 2005 einkenndist af næsta ótrúlegum fjölda glæpasagna svo mörg
um þótti nóg um. Árið 2006 var meira jafnvægi á bókamarkaðnum hvað
þetta varðar, það komu út nokkrar glæpasögur en fyrirferðin var ekki
jafn yfirþyrmandi.
Sá yðar sem syndlaus er eftir Ævar Örn Jósepsson er að mínu mati
langbest heppnuð af þeim glæpasögum sem komu út fyrir jólin 2006.
Ævar Örn er sá íslenski glæpasagnahöfundur sem er beinskeyttastur í
umfjöllun sinni um íslenskan samtíma. Hann hefur svo gott nef fyrir
samtímanum að á stundum hefur maður hann grunaðan um að vera
forspár. Eða hvað á maður að segja um glæpasögu sem fjallar um spill
ingu í íslenskum sértrúarsöfnuði og kemur út nokkrum mánuðum áður
en Byrgismálið skellur á þjóðinni?
Sá yðar sem syndlaus er fjallar um morð eins og vera ber, en hún
byrjar ekki á morði, heldur fáum við að kynnast fórnarlambinu nokkuð
vel áður en það kveður þennan heim. Ólafur Áki Bárðarson er miðaldra,
fráskilinn öryrki sem eyðir dögunum slompaður við að horfa á kristi
lega sjónvarpsstöð. Hann er meðlimur í sértrúarsöfnuði og eftir að
morðrannsóknin hefst kemur á daginn að forsvarsmenn hans hafa
ýmislegt óhreint í pokahorninu og að áhrif þeirra teygja sig inn í æðstu
raðir lögreglunnar.
Lýsingin á Ólafi og söfnuðinum er beitt og beinskeytt gagnrýni á sér
trúarsöfnuði og það vald sem forstöðumenn þeirra taka sér, en þó er
einsemdin kannski meginstef sögunnar. Trú Ólafs einangrar hann frá
öllum, sonur hans er hommi og trúin býður Ólafi að reyna að snúa
honum sem verður auðvitað til þess að samband feðganna er í skötulíki;
sama gildir um dóttur hans sem er lauslát að mati Ólafs og trúsystkina
hans. Einsemd Ólafs er nístandi og trúarsannfæringin og boðskapur
predikaranna kyndir undir henni.
Konungsbók Arnaldar Indriðasonar er býsna ólík síðustu bókum
hans, enda tekur Arnaldur sér frí frá Erlendi að þessu sinni. Konungs
bók má lesa sem gegníróníska sögu og launfyndna, sé það ekki gert
virkar hún ofurlítið þjóðrembuleg og gamaldags. Þetta er bókmenntaleg