Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Qupperneq 82
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n
82 TMM 2007 · 2
spennusaga. Arnaldur laumar heilmiklum fróðleik um handritin og
fornan kveðskap inn í söguna, og kinkar með því kolli til samsær
isspennusagna eins og Da Vinci lykilsins. Fyrst og fremst er þó verið að
skrifast á við íslenska höfunda frá síðustu öld, Indriða G. Þorsteinssyni
bregður fyrir í aukahlutverki og annar höfundur er enn meira áberandi.
Margt í Konungsbók, frásagnaraðferð og persóna aðalpersónunnar,
stúdentsins Valdemars, minnir á þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar
sem hófst með Gangvirkinu árið 1955, en það er önnur þeirra bóka sem
Valdemar les í sögunni. Allt gerir þetta Konungsbók svolítið kankvísa.
En írónía er tvíeggjað sverð og vitanlega er hægt að láta t.d. þjóðhyggju
aðalpersónanna fara í taugarnar á sér ef maður tekur þær á orðinu.
Þriðja glæpasagan sem hér verður fjallað um er spennusagan Skipið
eftir Stefán Mána. Þetta er þriðji doðranturinn frá honum á jafn mörg
um árum. Að þessu sinni lýsir Stefán siglingu skips sem leggur upp frá
Grundartanga til Súrínam að sækja súrál. Nær allir í áhöfninni koma
um borð með einhver leyndarmál á bakinu, allt frá spilaskuldum til
morða, og um borð er líka maður sem á ekki að vera þar, glæpamað
urinn Kölski. Þessi sigling verður með miklum ósköpum og áður en
langt um líður er skipið orðið að hálfgerðu draugaskipi, sambandslaust
við umheiminn og án nútíma siglingatækja.
Skipið sver sig augljóslega í ætt við sögu Stefáns Svartur á leik sem
kom út í hittifyrra, nema hvað þetta er miklu hreinræktaðri spennusaga.
Að lesa Skipið er á stundum eins og að horfa á svolítið myrka og drunga
lega ameríska spennumynd. Rétt eins og í fyrri verkum Stefáns Mána er
þessi bók uppfull af vísunum og tengingum við önnur skáldverk af
ýmsu tagi, í bókmenntunum einum spannar hún allt frá eldfornum
goðsögum til Alistair McLean og spennumynda og ekki má gleyma
tónlistinni, Jim Morrison og Doors sjá um hljóðrásina og það vekur
aftur upp enn fleiri tengingar.
En það er með þessi textatengsl rétt eins og félagslegu víddina í sög
unni, hún snertir á málum eins og hvarfi íslenskrar farmannastéttar,
spilafíkn, eiturlyfjaviðskiptum og tilheyrandi glæpum – þetta er allt í
aukahlutverki í sögunni, aðferð til að búa til svið fyrir rosalegan hasar.
Spennusögu af þessu tagi metur maður best af því hvort tekst að halda
spennunni alla leið. Og það tekst ekki alltaf, það eru dauðir punktar í
sögunni og hlutir sem virka eins og útúrdúrar fremur en að þeir dýpki
söguna, þetta á ekki síst við um þá kafla sem tengjast kukli og svarta
galdri ýmiskonar.
Eitt af því sem glæpasagnabylgjan hefur haft í för með sér í íslensku
bókmenntalífi er aukið umburðarlyndi þeirra sem fjalla um bókmennt