Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 83
E n n á ö l d g l æ p s i n s
TMM 2007 · 2 83
ir í garð skáldsagna sem á einhvern hátt dansa á mörkum fagurbók
mennta og afþreyingar. Glæpasögur á Íslandi eru teknar alvarlegar en
víðast hvar annars staðar og fleiri höfundar hafa notið góðs af þessu
lýðræðislega viðhorfi til bókmennta. Ólafur Jóhann Ólafsson er hér í
senn brautryðjandi og sá höfundur sem helst nýtur góðs af. Verk hans
hafa hvorki til að bera formlega nýsköpun né samfélagslegan brodd sem
hafa verið aðgöngumiðar að háborði íslenskra bókmennta alla tuttug
ustu öldina og fram á þennan dag. Þau eru einfaldlega vönduð skáldverk
um vandamál fólks, oftast af siðferðilegum toga, sem höfða til stórs hóps
lesenda. Smásagnasafnið Aldingarðurinn er engin undantekning frá
þessu og þar birtast kunnugleg stef úr fyrri verkum Ólafs Jóhanns.
Margar sagnanna fjalla þannig um Íslendinga sem hafa lengi verið
búsettir í Ameríku og komist þar í álnir. Í síðustu skáldsögum Ólafs
hefur einsemdin verið leiðarstef og tengsl persóna við fortíðina skipt
miklu máli. Smásögurnar í Aldingarðinum gerast á hinn bóginn í núinu
og lögð er áhersla á samskipti eða samskiptaleysi fólks. Allar sögurnar
eiga sameiginlegt að fjalla um sambönd fólks sem komin eru að ein
hverskonar tímamótum þar sem uppgjör er óumflýjanlegt. Stíllinn á
sögunum og frásagnaraðferðin er ekki ólík því sem við þekkjum úr
skáldsögum Ólafs, hefðbundinn og vandaður stíll, svolítið gamaldags á
köflum.
Nokkuð langt er síðan sættir tókust um Ólaf Jóhann í íslensku bók
menntalífi. Það er einfaldlega pláss fyrir skáldsögur af því tagi sem hann
skrifar. Þess vegna kom það mér verulega á óvart að skáldsaga Sigrúnar
Davíðsdóttur, Feimnismál, sem hefur til að bera marga sömu kosti og verk
Ólafs Jóhanns skuli hafa fengið jafn óblíðar móttökur og raun ber vitni.
Saga Sigrúnar af tveimur Íslendingum sem kynnast í New York, ljós
myndaranum Jóni og Eddu, konu sem er töluvert eldri en Jón og ekkja
eftir heimsfrægan ljósmyndara, er í senn ástarsaga og saga um listir og
lyst. Þar er fléttað saman sjónarhorni ljósmyndarans Jóns og viðhorfum
konu sem er heimsborgari fram í fingurgóma. Hún lifir eftir menning
arskilningi Þorsteins Gylfasonar, að menning sé að gera alla hluti vel,
hvort sem um er að ræða einfaldan hlut eins og að búa til tómatsalat eða
hluti sem varða hamingju hennar og framtíð. Feimnismálin sem titill
inn vísar til eru fleiri en eitt en fyrst og fremst er það þó tungumálið.
Edda hefur vanist af því að tala móðurmál sitt og er feimin við það, hún
verður að læra það aftur og treysta viðmælandanum fullkomlega áður
en hún þorir að snúa aftur til þess.
Bókin líður nokkuð fyrir ójafnvægi í persónusköpuninni, Edda verð
ur aldrei jafn lifandi og spennandi og Jón og þetta gerir lesandanum