Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Side 84
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n
84 TMM 2007 · 2
stundum gramt í geði þar sem sjónarhornið fylgir þeim til skiptis, erót
íkin sem setur sterkan svip á Íslandshluta bókarinnar er líka alveg á
mörkum þess að verða pínleg. En þetta breytir ekki því að Feimnismál
er að mörgu leyti vel heppnuð ástarsaga, og má velta því fyrir sér hvort
íslenskir lesendur og gagnrýnendur séu svona miklu móttækilegri fyrir
krimmum en öðrum formum skemmtibókmennta.
Glæpir og refsing
Þá að þeim skáldsögum sem áttu sviðið, bæði á metsölulistunum og í
umræðunni. Tvær skáldsögur vöktu mesta athygli fyrir jólin 2006, þær
eru um margt ólíkar en eiga þó sameiginlegt með mörgum af bestu
skáldsögum síðustu ára að þar er fengist við stórar spurningar um
samfélag nútímans og tilvist okkar, um glæpi og refsingar, sekt og sak
leysi.
Tryggðarpantur er fyrsta skáldsaga Auðar Jónsdóttur eftir Fólkið í
kjallaranum sem færði henni Íslensku bókmenntaverðlaunin, tilnefn
ingu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og kom henni á kortið
sem höfundi í Danmörku. Það er því eðlilegt að væntingarnar hafi verið
miklar og sagan stenst þær fullkomlega, Auður fer vaxandi sem skáld
sagnahöfundur. Í Tryggðarpanti færist hún meira í fang í stílnum, víða
endurómar orðmargur og stælóttur stíll tímarita og lífstílsblaðamanna,
sem dansar á mörkum smekkleysunnar, að því er virðist meðvitað, og
hann styður við heimsmynd sögunnar og persónusköpun.
Tryggðarpantur segir frá ungri konu, Gísellu, sem uppgötvar dag
einn að hún getur ekki lengur lifað sínu þægilega lífi vegna þess að auð
æfin sem hún erfði eftir ömmu sína eru uppurin. Hún býr í stórborg
sem er full af heimilislausu fólki og reynir að slá tvær flugur í einu
höggi, tekur að sér að skrifa grein um húsnæðisleysið og leigir út her
bergin í ríkmannlegri íbúð sinni til þriggja kvenna og einnar smástelpu.
Hún telur sig hafa fullkomna stjórn á aðstæðunum, setur reglur um
sambýlið og ætlar að hafa það eftir sínu höfði jafnframt því sem leigu
tekjurnar eiga að tryggja að hún geti haldið áfram að lifa lífinu áhyggju
laus. Annað kemur auðvitað á daginn og sambýlið reynist flóknara og
erfiðara en hana órar fyrir.
Borgin sem sagan gerist í er engin ákveðin borg heldur gæti hún verið
hvaða evrópsk stórborg sem er – og um leið stendur hún auðvitað fyrir
þær allar. Söguna má augljóslega lesa á táknrænan hátt, hún vísar til
einnar þekktustu táknsögu íslenskra bókmennta, Leigjandans eftir
Svövu Jakobsdóttur. Þannig má lesa Gísellu og íbúðina hennar sem tákn