Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 91
D o s t o j e v s k í o g f ö ð u r m o r ð i ð
TMM 2007 · 2 91
vitum við of lítið. Sjálf lýsing floganna segir okkur ekkert og vitneskjan um
tengsl þeirra við lífsreynslu Dostojevskís er ófullkomin og mótsagnakennd.
Líklegast er að flogin nái langt aftur í bernsku hans, að í stað þeirra hafi í fyrst
unni verið vægari einkenni og að þau hafi ekki fengið yfirbragð flogaveiki fyrr
en hann varð fyrir yfirþyrmandi reynslu á átjánda árinu – morðinu á föður
hans.5
Það væri í góðu samræmi ef hægt væri að staðfesta, að flogin hefðu hætt
meðan hann var útlagi í Síberíu, en aðrar frásagnir mæla gegn því.6 Fleiri en
einn ævisöguritari hefur vakið athygli á augljósum skyldleika með föðurmorð
inu í Karamazovbræðrunum og örlögum föður Dostojevskís. Hefur það orðið
þeim tilefni til að vísa til „tiltekinnar nútíma sálfræðistefnu“. Frá sjónarmiði
sálkönnunar – því að sú er stefnan, sem við er átt – freistumst við til að líta á
þennan atburð sem alvarlegt áfall og telja að viðbrögð Dostojevskís við honum
hafi valdið þáttaskilum í taugaveiklun hans. En ef ég reyni að færa rök fyrir
þessari skoðun með tilstyrk sálkönnunar á ég á hættu að verða óskiljanlegur
öllum, sem eru ekki handgengnir tungutaki og kenningum sálkönnunar.
Fyrsta skrefið er öruggt. Við vitum hvað fyrstu köst Dostojevskís merktu, á
ungum aldri, löngu áður en ,,flogaveikin“ kom til sögunnar. Þessi köst merktu
dauða. Á undan þeim fór dauðaangist og þau fólust í dauðakenndu svefn
ástandi. Í fyrstu helltust þau yfir hann sem ástæðulaust þunglyndi, strax
meðan hann var drengur. Það var tilfinning um – eins og hann sagði síðar
Solowjoff vini sínum – að hann væri að því kominn að deyja. Í raun og veru
kom svo á eftir ástand, sem líktist fyllilega dauða….Andrés bróðir hans hefur
sagt frá því, að þegar Fjodor var lítill hafi hann sett hér og þar smámiða um að
hann óttaðist að verða skindauðalíkum svefni að bráð um nóttina og bað um
að verða ekki jarðaður fyrr en eftir fimm daga (Inngangur að ,,Dostojewski am
Roulette“, LX. bls.).
Við vitum hver er merking og tilgangur slíkra dauðaásókna.7 Þær merkja
samsömun við þann sem er látinn, einhvern sem er í raun og veru dauður eða
sem er enn á lífi en maður vildi að væri dauður. Hið síðarnefnda skiptir meira
máli. Kastið gildir þá sem refsing. Maður hefur óskað öðrum dauða, en er nú
sjálfur hinn og sjálfur dauður. Hér fullyrðir nú kenning sálkönnunar, að hjá
drengnum sé þessi hinn að jafnaði faðir hans og að kastið (sem kallast sefasýki)
sé þá sjálfsrefsing fyrir ósk um dauða hins hataða föður.
Samkvæmt alkunnri skoðun er föðurmorð frumglæpur bæði mannkyns og
einstaklings.8 Það er að minnsta kosti höfuðorsök sektarkenndarinnar, þó að
við vitum ekki hvort það er eina orsökin. Rannsóknir hafa enn ekki getað
gengið úr skugga um það fyrir víst hver er sálrænn uppruni sektarkenndar og
þarfarinnar fyrir friðþægingu. En ekki er nauðsynlegt að orsökin sé þessi eina.
Hið sálræna ástand er flókið og þarfnast skýringar. Samband drengs við föður
er, eins og við segjum, tvíátta. Auk hatursins, sem vill losna við föðurinn sem
keppinaut, er ávallt mikil ástúð í hans garð fyrir hendi. Báðar hneigðirnar
verða samferða í samsömuninni við föðurinn. Maður vill koma í stað föðurins
af því að hann er dáður, vill verða eins og hann og af því að maður vill fá hann