Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Qupperneq 92
S i g m u n d F r e u d
92 TMM 2007 · 2
burt. Öll þessi þróun rekur sig nú á mikla fyrirstöðu. Á vissu stigi skilst
barninu að fyrir tilraunir til að losna við föðurkeppinautinn verður refsað með
geldingu. Það er því vegna geldingarhræðslunnar – það er að segja, til að halda
í karlmennskuna – sem drengurinn lætur af óskinni um að eignast móðurina
og losa sig við föðurinn. Að svo miklu leyti sem þessi ósk geymist í dulvitund
inni verður hún grunnur að sektarkenndinni. Við lítum svo á að hér hafi verið
lýst eðlilegum þróunarferli, eðlilegum örlögum hinnar svonefndu ,,ödípús
arduldar“. Samt sem áður þarf enn að greina frá mikilvægum atriðum.
Málið verður enn flóknara þegar sá eðlislægi þáttur sem við nefnum tví
kynjun er sérstaklega ríkjandi hjá barni. Þegar karlmennskunni er ógnað með
geldingu eykst tilhneigingin til að víkja í átt til kvenleikans og taka á sig hlut
verk ástarviðfangs gagnvart föðurnum. En geldingarangistin gerir líka ómögu
legt að leysa vandann á þennan hátt. Drengurinn skilur að hann verður líka að
láta sér geldinguna lynda, ef faðir hans á að geta elskað hann sem konu. Þann
ig verða báðar tilhneigingarnar, hatrið á föðurnum og að verða ástfanginn af
honum, bælingunni að bráð. Nokkur sálfræðilegur mismunur felst í því að
föðurhatrið er gefið upp á bátinn vegna utanaðkomandi hættu (gelding), en
föðurástin er hvatræn hætta að innan. Í rauninni er þó rótin sú sama, utan
aðkomandi hætta.
Það sem gerir föðurhatrið ótækt er hræðslan við föðurinn. Geldingin er
hræðileg bæði sem refsing og gjald ástarinnar. Af þáttunum tveimur sem bæla
föðurhatrið er sá fyrrnefndi, refsingar og geldingarhræðslan, sá sem kallast
má eðlilegur, sjúkleg aukning virðist fyrst bætast við með hinum þættinum,
hræðslunni við kvenleikann. Sterk tvíkynja eðlisgerð virðist samkvæmt því
vera ein af forsendum taugaveiklunar eða ýta undir hana. Áreiðanlega má gera
ráð fyrir slíku hjá Dostojevskí og það kemur fram í lífsmáta hans (dulin kyn
hverfa), í því hversu mikilsverð honum var vinátta við karlmenn, í undarlegu
mjúklæti hans við keppinauta í ástum og í hinum einstaka skilningi hans á
aðstæðum, sem ekki verður skýrður nema með tilvísun til dulinnar kynhverfu,
eins og mörg dæmi eru um í skáldsögum hans.
Mér þykir leitt, en get þó ekki að því gert, þó að þessar útlistanir á hatri og
ást til föður og breytingar á þeim fyrir áhrif frá geldingarógnun þyki ókræsi
legar og ótrúlegar þeim lesendum sem ekki þekkja til sálkönnunar. Sjálfur get
ég búist við að það sé einmitt geldingarduldin, sem helst sé haft á móti. En ég
get ekki annað en lagt áherslu á, að reynsla af sálgreiningum hefur tvímæla
laust sýnt að þessi atriði eru sérstaklega hafin yfir allan vafa og okkur hefur
lærst að þau eru lykill að allri taugaveiklun. Þann lykil verðum við nú að nota
að svokallaðri flogaveiki skáldsins okkar. Svo víðs fjarri vitund er það, sem
stýrist af dulvituðu sálarlífi okkar.
En ekki hefur allt verið sagt um afleiðingar bælingar á föðurhatrinu í ödí
púsarduldinni með því sem nú hefur verið greint frá. Svolitlu þarf við að bæta.
Nefnilega því, að þrátt fyrir allt hefur samsömunin við föðurinn tekið sér var
anlega bólfestu í sjálfinu. Sjálfið veitir henni viðtöku, en þar sest hún að sem
sérstakt kerfi gegn öðru efni sjálfsins. Við nefnum það þá yfirsjálf og ætlum því