Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Side 94
S i g m u n d F r e u d
94 TMM 2007 · 2
fengið meðan hann var í Síberíu, hefði það einungis staðfest þá skoðun að þau
hafi verið refsing. Hann þurfti þeirra ekki lengur með, þegar honum var refsað
með öðru móti. Þetta er ekki hægt að sanna. Fremur er að þessi sálarlífsþörf
Dostojevskís útskýri að hann komst óbrotinn í gegnum eymd og auðmýkingu
þessara ára. Dómurinn yfir Dostojevskí um fangavist af pólitískum ástæðum
var ranglátur og það hlýtur hann að hafa vitað, en hann sætti sig við hina
óverðskulduðu refsingu úr hendi Litla Pabbans, zarsins, í staðinn fyrir þá refs
ingu sem hann átti skilið fyrir að syndga gegn sínum eigin föður. Í stað þess að
refsa sér sjálfur fékk hann refsingu frá fulltrúa föðurins. Hér fáum við svipsýn
inn í sálfræðilega réttlætingu á refsingu, sem samfélagið leggur á. Það er stað
reynd að margir afbrotamenn vilja að þeim sé refsað. Yfirsjálf þeirra krefst þess
og forðar sér með því að leggja sjálft á sig refsinguna.10
Allir sem þekkja til þeirra flóknu merkingarbreytinga, sem sefasýkisein
kenni verða fyrir, munu skilja að hér skuli engin tilraun gerð til þess að fylgja
eftir flogaköstum Dostojevskís lengra en í byrjun.11 Nóg er að gera ráð fyrir að
upprunaleg merking hafi haldist sú sama að baki allra síðari viðauka. Með
vissu getum við sagt, að Dostojevskí hafi aldrei losnað við sektarkenndina sem
stafaði frá löngun hans til að drepa föður sinn. Hún ákvarðaði líka afstöðu
hans á tveimur öðrum sviðum, þar sem tengslin við föðurinn voru úrslita
atriði, þ.e. afstöðunni til ríkisvaldsins og til guðstrúarinnar. Hvað hið fyrra
varðaði lauk því með algjörri undirgefni undir Litla Pabba, zarinn, sem eitt
sinn hafði sýnt honum skrípamynd af drápi í veruleikanum, en flogaveikiköst
in höfðu svo oftsinnis leikið. Hér fékk iðrunin yfirhöndina. Meira frelsi gafst
honum varðandi trúna. Samkvæmt trúverðugum frásögnum, að ætla má,
sveiflaðist hann allt til hinstu stundar milli trúar og trúleysis. Háþróuð skyn
semi hans gerði honum ómögulegt að líta fram hjá öllum þeim vitsmunalegu
torfærum, sem trúin leiðir til. Með einstaklingsbundinni endurtekningu á
heimssögulegri þróun vonaðist hann til að finna útgönguleið og lausn undan
sektinni í hugsjón Krists og jafnvel nota þjáningu sína til að gera kröfu til að
mega leika eins konar Kristshlutverk. Það að honum tókst ekki að öðlast frelsi,
en varð afturhaldsmaður var vegna þess að sektarkennd sonarins, sem býr með
öllum mönnum og trúartilfinningin hvílir á, hafði orðið ofurmannlega sterk
hjá honum og ofviða jafnvel hinum miklu gáfum hans.
Er við nú skrifum þetta gerum við okkur berskjaldaða fyrir ásökunum um
að hafa yfirgefið hlutleysi sálkönnunar og lagt dóm á Dostojevskí, sem ekki er
réttlætanlegur nema með hliðsjón af tiltekinni Weltanschauung. Íhaldsmaður
myndi fylgja Rannsóknardómaranum mikla og dæma Dostojevskí öðruvísi.
Þessi andmæli eru rétt. Okkur til málsbóta verður það eitt sagt, að ákvörðun
Dostojevskís ber allt yfirbragð þess að stafa frá vitsmunalegum hömlum af
völdum taugaveiklunar hans.
Varla getur það verið tilviljun, að þrjú meistaraverk í bókmenntum allra alda
– Ödípús konungur eftir Sófókles, Hamlet Shakespeares og Karamazov-bræður
Dostojevskís – skuli öll fjalla um sama efnið, föðurmorð. Í öllum þremur er auk
þess aðalástæða ódæðisins, kynferðisleg keppni um konu, gerð heyrinkunn.