Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Blaðsíða 95
D o s t o j e v s k í o g f ö ð u r m o r ð i ð
TMM 2007 · 2 95
Augljósast og milliliðalaust er þetta vissulega sýnt í harmleiknum, sem
styðst við grísku goðsögnina. Þar er það hetjan sjálf, sem fremur glæpinn. En
ekki er unnt að færa það í skáldlegan búning án þess að mýkja og dulbúa. Bein
viðurkenning ætlunarinnar að myrða föður, eins og sálgreining sýnir, virðist
óþolandi án undirbúnings sálgreiningar. Þó að gríski harmleikurinn haldi sér
við glæpinn, kemur hann hinni óhjákvæmilegu mildun að á meistaralegan hátt
með því að varpa dulvituðum hvötum til verknaðarins fram í raunveruleikann
sem örlaganauðung, sem hetjunni er framandi. Hetjan fremur ódæðið án þess
að hafa ætlað sér það og án áhrifa frá konu. En til þessa síðarnefnda er hins
vegar tekið tillit með því að hetjan getur þá fyrst náð valdi yfir móðurdrottn
ingunni eftir að hann hefur endurtekið ódæðið á illvættinni, sem táknar föð
urinn. Eftir að sektin er orðin uppvís gerir hetjan enga tilraun til að bera af sér
verknaðinn með því að vísa til örlaganna. Hún viðurkennir glæp sinn og tekur
út refsingu eins og um meðvitaða og ætlaða athöfn væri að ræða. Það hlýtur
skynsemin að segja okkur að sé ranglátt, en sálfræðilega séð er það fyllilega
réttmætt.
Í enska leikritinu er umfjöllunin óbeinni. Hetjan fremur ekki glæpinn sjálf.
Annar gerir það og fyrir hann er það ekki föðurmorð. Þess vegna þarf ekki að
dulbúa hina forboðnu ástæðu, kynferðislega keppni um konu. Auk þess sjáum
við ödípúsarduld hetjunnar sem eins konar spegilmynd með því að sjá áhrif
glæpsins á hetjuna. Hetjan ætti að hafna glæpnum, en svo undarlegt sem það
er, er henni það ómögulegt. Við vitum að það er sektarkennd hennar, sem
lamar hana. En í fullu samræmi við taugaveiklunarferli er sektarkenndin yfir
færð á skynjun hennar á vangetu sinni til að framkvæma verknaðinn.Merki er
um að hetjunni finnist sektin vera yfirmannleg. Hún fyrirlítur aðra engu
minna en sjálfa sig, „Use every man after his desert, and who should ‘scape
whipping.“12
Rússneska skáldsagan gengur skrefi lengra í sömu átt. Þar er morðið líka
framið af öðrum. Sú persóna er þó í sömu sonarafstöðu til hins myrta og
söguhetjan Dmitri. Hjá þeirri persónu er hin kynferðislega keppni viðurkennd
opinskátt. Það er bróðir söguhetjunnar og athyglisvert er, að Dostojevskí hefur
látið hann fá sjúkdóm sín sjálfs, hina svokölluðu flogaveiki, eins og hann væri
að leitast við að játa, að það væri flogaveikin, taugaveiklunin hjá honum sjálf
um, sem væri föðurmorðinginn. Og í varnarræðunni við réttarhöldin kemur
aftur hið fræga háð um sálarfræðina – að hún sé stafur með tveimur endum.
Er það stórsnjall dulbúningur, því ekki þarf annað en einfaldan viðsnúning til
að sjá hina dýpstu merkingu í sjónarmiðum Dostojevskís. Það er ekki sál
arfræðin, sem á háðið skilið, heldur dómsrannsóknin. Engu máli skiptir hver
framdi glæpinn í raun. Sálarfræðinni er einungis umhugað að vita hvern lang
aði til að fremja hann og fagnaði þegar því var lokið. Þess vegna eru allir bræð
urnir nema Alyosha, sem teflt er fram sem andstæðu, jafn sekir, – hinn hvatvísi
nautnaseggur, háðfuglinn efagjarni og flogaveiki afbrotamaðurinn.
Í Karamazovbræðrunum er eitt sérlega afhjúpandi atvik. Í samræðum
sínum við Dmitri kemst faðir Zossima að því, að Dmitri er undir það búinn að