Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Qupperneq 96
S i g m u n d F r e u d
96 TMM 2007 · 2
fremja föðurmorð og hann hneigir sig fyrir fótum hans. Þetta getur ómögulega
átt að merkja aðdáun. Merkingin hlýtur að vera sú að hinn heilagi maður stenst
freistinguna að fyrirlíta morðingjann og af þeim sökum auðmýkir hann sig
fyrir honum. Samúð Dostojevskís með glæpamanninum er í rauninni tak
markalaus. Hún gengur miklu lengra en meðaumkunin sem hinn ógæfusami
vesalingur á rétt á og minnir oss á hinn „heilaga ótta“ manna við flogaveika og
geðsjúka fyrr á tímum. Glæpamaður er honum næstum eins og lausnari, sem
hefur tekið á sínar herðar ok sektarinnar, sem aðrir hefðu annars orðið að bera.
Maður þarf ekki lengur að myrða neinn úr því að hann hefur þegar myrt. Og
það ber að vera honum þakklátur, því að ef hann hefði ekki verið, hefði maður
sjálfur neyðst til að myrða. Þetta er ekki einungis vinsamleg meðaumkun held
ur samsömun byggð á líkum morðhvötum – í rauninni lítillega tilfærður nars
ismi. (Þar með er ekki sagt að siðgildi vinsemdar sé dregið í efa.) Vera má að
þetta sé yfirleitt leiðin til vinsamlegrar samúðar með öðrum, leið sem sér
staklega er auðvelt að koma auga á í ýktu dæmi hins sakbitna skáldsöguhöf
undar. Enginn vafi er á, að þessi samsömunarsamúð réði mestu um efnisval
Dostojevskís. Í fyrstu fjallaði hann um venjulegan afbrotamann (sem brýtur af
sér af eigingjörnum hvötum) og hinn pólitíska og trúarlega afbrotamann. Það
var ekki fyrr en undir lok ævinnar, sem hann kom aftur að frumglæpamann
inum, föðurmorðingjanum, til að nota hann í listaverki sínu í játningarskyni.
Eftirlátin skrif Dostojevskís og dagbækur konu hans hafa varpað björtu ljósi
á eitt tímabil í ævi hans: þegar hann var í Þýskalandi og altekinn af spilaástríð
unni (Sbr. FülöpMiller og Eckstein: „Dostojewski am Roulette“), sem ekki var
hægt að líta öðruvísi á en greinilegt áhlaup sjúklegrar ástríðu. Ekkert skorti á
réttlætingu á þessu merkilega og ósæmilega athæfi. Eins og svo oft gerist hjá
taugaveikluðum birtist sektarkennd Dostojevskís sem skuldabyrði og hann gat
falið sig undir því yfirskini að hann væri að reyna að vinna við spilaborðið til
þess að geta snúið til Rússlands án þess að verða handtekinn af skuldunautum
sínum. En þetta var ekkert annað en fyrirsláttur, Dostojevski gerði sér fulla
grein fyrir því og var nógu heiðarlegur til að viðurkenna það. Hann vissi að
aðalatriðið var spilamennskan hennar sjálfrar vegna – le jeu pour le jeu.13 Öll
hin hvatvísa og röklausa hegðun hans sýnir þetta og meira til. Hann unni sér
aldrei hvíldar fyrr en hann hafði tapað öllu. Fjárhættuspil var honum einnig
aðferð til sjálfsrefsingar. Hvað eftir annað gaf hann ungri konu sinni dreng
skaparloforð sitt að spila ekki framar eða spila ekki meira þennan tiltekna dag.
Og eins og hann sjálfur sagði sveik hann loforðið næstum alltaf. Þegar tapið
hafði rekið þau út á ystu nöf örbirgðarinnar leiddi það af sér enn aðra sjúklega
fullnægingu. Þá gat hann auðmýkt sig og svívirt frammi fyrir henni, boðið
henni að fyrirlíta sig og iðrast þess að hafa gifst gömlum syndasel eins og
honum. Þegar hann hafði svo með þessu móti létt á samvisku sinni gat hann
byrjað sama leikinn næsta dag. Konan hans vandist þessari hringrás, því að
hún hafði tekið eftir að það eina sem gat gefið von um einhverja frelsun – bóka
skrif hans – gekk aldrei betur en þegar þau höfðu misst allt og veðsett síðustu
reyturnar. Auðvitað skildi hún ekki samhengið. Þegar hann hafði satt sektar