Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Qupperneq 99
D o s t o j e v s k í o g f ö ð u r m o r ð i ð
TMM 2007 · 2 99
Viðauki
Bréf Freuds til Theodors Reik17
14. apríl 1929
Ég hef lesið af mikilli ánægju gagnrýni yðar á Dostojevskígrein mína. Allar
athugasemdir yðar eru skoðunarverðar og hljóta að vissu leyti að teljast við hæfi. Fátt
get ég sagt mér til varnar. En auðvitað er ekki um það að ræða hvor hefur rétt eða
rangt fyrir sér.
Ég held að þér gerið of mikið úr þessu lítilræði. Það var skrifað öðrum til þægðar18
og ekki með glöðu geði. Núorðið skrifa ég aldrei neitt með glöðu geði. Sjálfsagt hafið
þér tekið eftir þessu. Þetta er þó auðvitað ekki sagt til að afsaka fljótfærnislegt eða
rangt mat, aðeins hirðulausan búnað ritgerðarinnar. Ég get ekki neitað því að Zweig
greiningin er ekki í góðu samræmi. En einhverja réttlætingu má finna ef grannt er
skoðað. Ef tillit til þess hvar ritgerðin átti að birtast hefði ekki haldið aftur af mér
hefði ég áreiðanlega skrifað: „Við getum vænst þess að í sögu taugaveiklunar, sem
svo mikil sektarkennd fylgir, skipi baráttan gegn sjálfsfróun stórt rúm. Sú vænting
rættist fyllilega í sjúklegri spilafíkn Dostojevskís. Því að eins og við getum séð í
smásögu eftir Zweig … o.s.frv.“ Það er að segja, rúmið sem smásagan tekur í greininni
samsvarar ekki sambandinu ZweigDostojevskí, heldur hinu sambandinu: sjálfsfróun
taugaveiklun. En hvað sem því líður, klaufalegt var þetta.
Ég held fast við vísindalega hlutlaust félagslegt mat á siðferði og þess vegna vil ég
ekki neita hinum ágæta Filistea um vottorð fyrir gott siðferði, þó að það hafi kostað
hann lítinn sjálfsaga.19 En til hliðar við það fellst ég á, að hið huglæga sálfræðilega
viðhorf til siðgæðis, sem þér styðjið, sé fullgilt. Þó að ég fallist á mat yðar á heiminum
og mannkyninu eins og það er nú, get ég ekki, eins og þér vitið, litið svo á að hin
bölsýna höfnun yðar á bjartari framtíð sé réttlætanleg.
Eins og þér leggið til taldi ég sálfræðinginn Dostojevskí meðal skapandi listamanna.
Ég hefði getað fundið það að honum hversu mjög innsæi hans einskorðaðist við
afbrigðilegt sálarlíf. Lítið á hve furðulega hjálparvana hann var andspænis ástinni. Það
eina sem hann kunni var hrá girnd, masókísk undirgefni og ást vegna meðaumkunar.
Grunur yðar er líka réttur í því, að þrátt fyrir alla aðdáun mína á krafti og snilld
Dostojevskís geðjist mér í raun ekki að honum. Það er vegna þess að þolinmæði mín
gagnvart því sjúka fær sig fullsadda í sálgreiningum. Þetta er persónulegt hjá mér og
ekki bindandi fyrir aðra.
Hvar ætlið þér að birta ritgerð yðar?20 Ég met hana mjög mikils.
Sigurjón Björnsson þýddi
Skammstafanir
G.W.: Freud, S.: Gesammelte Werke I–XVIII, Imago Publ., London, 1940–1968.
Stand. Ed.: StandardEdition of the Complete Psychological Works of Sigmund
Freud, 1–24. The Hogarth Press and the Institute of PsychoAnalysis, London,
1953–1974.
HÍB: Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík.
Tilvísanir
1 [Ritgerð þessi birtist fyrst á prenti árið 1928 í ritinu Die Urgestalt der Brüder
Karamasoff, sem gefið var út af R. FülöpMiller og F. Eckstein og bar hún heitið