Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Síða 104
104 TMM 2007 · 2
Me n n i n g a rv e t t va n g u r i n n
Silja Aðalsteinsdóttir
Á líðandi stund
Dick Ringler og Arngerðarljóð
Lesendur Tímaritsins tóku vel við viðtalinu við Dick Ringler, þýðanda Jónasar
Hallgrímssonar á ensku, í síðasta hefti – enda maðurinn snjall og skemmti
legur. Hann fylgdi því svo eftir með fyrirlestri hér heima í lok mars. Þar benti
hann á enn einn áhrifavald á aðferðina sem hann beitti við þýðingarnar, og sá
var enginn annar en Jónas sjálfur. Eins og menn muna ræða Hildur og litli
frændi spaklega um þýðingarfræði í sögunni Grasaferð. Frændinn fer með
langt kvæði sem hann hefur þýtt úr dönsku en viðbrögð Hildar (sem hann
kallar systur sína) eru ekki eins góð og hann vonaði:
„Ég þekki þessar vísur,“ sagði systir mín, „en þeim er ekki vel snúið, þú hefðir ekki
átt að hafa fornyrðalagið og …“
„Hitt var ekki vinnandi vegur,“ sagði ég í mestu ákefð og gleymdi mér öldungis,
„hefði ég átt að fara eftir frumkvæðinu og hafa sömu stuðlaföll, þá hefði mér tekist enn
verr; en hver hefur sagt þér að ég hafi snúið því?“
„Nú hefurðu sagt það sjálfur,“ svaraði hún mér brosandi, „en svo ég gegni því
sem þú ætlaðir að segja, þá held ég leikinn maður hefði getað haldið hvoru tveggja,
bragarhættinum og efninu. Þegar snúið er í annan bragarhátt, fær skáldskapurinn
oftast nær annan blæ, þó efnið sé reyndar hið sama; og víst er um það að þetta kvæði
hefur dofnað …“ (Vitnað eftir Ritverkum I, 1989, 291–2)
Þessi orð Hildar/Jónasar tók Dick til sín og reyndi jafnan, eins og fram kom í
viðtalinu, að halda „hvoru tveggja, bragarhættinum og efninu“ með prýðileg
um árangri.
Í fyrirlestrinum minnti hann á kvæði sem kom flestum viðstöddum á óvart
og vakti mikinn fögnuð þegar hann las úr því fyrir áheyrendur. Þetta var þýð
ing Jónasar á „Sjælevandring“ eftir danska skáldið og bókmenntafræðinginn
P.L. Møller (1814–1865). Það er lagt í munn stúlku sem lýsir sínu fyrra lífi og
ber það saman við núverandi kjör sín. Hún var fædd „þar sem fjallatindur /
fólgið ylgott hreiður ber“ og átti frjálst og fagurt líf uns hún flaug dag einn
niður að jörð og varð þar fyrir banaskoti. En vaknaði aftur í líki stúlku.
„… fyrir háan himinboga / hefi ég fengið bæ og fjós,“ segir hún svekkt, „fyrir
bláa bergið troga / búr, og dapran hlóðaloga / fyrir skærast skrugguljós.“