Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 107
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2007 · 2 107
því að tsjesjenskir hryðjuverkamenn taka alla viðstadda í beinni útsendingu
norska sjónvarpsins í gíslingu. Auk Theresu gaf Hávallaútgáfan út safn fjög
urra sagna eftir Nikolaj Gogol, Mírgorod, Árni Bergmann, Áslaug Agnarsdótt
ir og Þórarinn Kristjánsson þýddu. Sögurnar sýna vel fjölbreytni í stíl og frá
sagnarefni Gogols, ein gerist á friðsælu býli í sveit, önnur í blóðugri styrjöld á
16. öld, sú þriðja er mergjuð hrollvekja og sú fjórða er gamansaga.
Gogol kemur langt að í tíma og rúmi. Frá framandi heimi þótt í samtím
anum sé er skáldsagan Slöngur og eyrnalokkar eftir Hitomi Kanehara (Uggi
Jónsson þýddi, Bjartur). Sögumaður er 19 ára stúlka, jafngömul höfundi þegar
hún skrifaði bókina. Hún er með dellu fyrir líkamsgötun og fellur fyrir strák
sem hefur smám saman tekist að búa til svo stórt gat á tunguna á sér með sífellt
stærri pinnum að loks var enginn vandi að kljúfa tungubroddinn. Klofna
snákstungan heillar stúlkuna og hún ákveður að gera eins. Þetta er áhrifamik
il saga um sjálfspyntingu og algera óvirðingu fyrir eigin líkama.
Á út og vormánuðum 2007 komu eiginlega aftur jól, svo margar góðar
bækur voru þá frumútgefnar, flestar í kilju, og verður aðeins getið nokkurra
hér. Meðal þeirra er Módelið eftir Lars Saabye Christensen (MM, Sigrún Kr.
Magnúsdóttir þýðir), háskalega vel sögð saga um virtan og vinsælan mynd
listarmann sem lendir í alvarlegri siðklípu þegar hann stendur frammi fyrir
því að verða blindur. Lars Saabye er nærgöngull við persónur sínar og fjallar af
afhjúpandi hreinskilni um takmarkalausa grimmd Vesturlandabúa gagnvart
íbúum fátækra landa.
Hjá Bjarti kom út neonbókin Frá gósenlandinu eftir Kirsten Hammann í
þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar, nákvæmur uppskurður á lífi, lifnaðarháttum
og hugsanagangi ungrar danskrar konu á okkar dögum, Mettu. Hún er jafn
aldra höfundar síns, fædd um miðjan 7. áratuginn, og gegnum hana rýnir og
gagnrýnir Kirsten Hammann kynslóð sína skarplega.
Frá JPV kom Saffraneldhúsið eftir Yasmin Crowther, ungan höfund af
íranskensku foreldri (Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi). Hún opnar lesanda
gátt inn í nýjan, lítt kannaðan heim í vestrænum bókmenntum því drjúgur
hluti hennar gerist í Íran, bæði fyrir hálfri öld og á okkar tímum. Mér varð
hugsað til þeirra fjársjóða sem höfundar af kínverskum ættum, Amy Tan, Jung
Chang og fleiri, færðu vestrænum bókaormum fyrir fáeinum árum.
Ingunn Ásdísardóttir hefur samið mikið verk um norræna heiðni, Frigg og
Freyja – Kvenleg goðmögn í heiðnum sið (Hið íslenska bókmenntafélag og
ReykjavíkurAkademían). Eins og nafnið bendir til skoðar Ingunn einkum
valdamestu gyðjurnar tvær í bókinni og veltir fyrir sér af hvaða rótum þær eru
runnar og hvort þetta séu kannski tvö nöfn á sömu gyðjunni. Hún hefur leitað
heimilda víða, meðal annars í fornháþýskum, latneskum og grískum textum
auk ritaðra norrænna heimilda, og niðurstöður hennar eru bæði óvæntar og
spennandi. Bókina byggir Ingunn á meistaraprófsritgerð sinni í þjóðfræði við
Háskóla Íslands.
Önnur mikil bók er doktorsritgerð Sveins Einarssonar um þróun og þroska
íslensks leikhúss á fyrstu áratugum leikstarfsemi í landinu: A People’s Theatre