Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Síða 109
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2007 · 2 109
Rómantíkerinn mælti:
„Tilveran
er fótspor
í mosa
sem mun hjaðna
innan tíðar.“
Nútímamaðurinn mælti:
„Tilveran
er að senda sms
til tjellingarinnar
meðan maður hjakkast
á ritaranum
og gerir um leið upp við sig
hvort maður vill
svín eða lamb
í hádeginu.“
Innra með okkur býr ennþá vofa rómantíkerans, eins og við vitum úr draumum
okkar og vitrunum á óvæntum augnablikum. Hún lætur ekki flæma sig burt!
Spennubækur vorsins eru svo margar að ekki þarf að kvíða björtum nóttum.
Liza Marklund er magnþrungin að venju og ræðst að sjálfu hjarta sænskrar
menningar í Arfi Nóbels, nýrri bók um Anniku Bengtzson blaðamann (Ari
útgáfa, Anna R. Ingólfsdóttir þýðir). Þar kemst leigumorðingi (ung kona) inn á
Nóbelshátíðina og drepur mikla áhrifakonu í þeim kreðsum. Skíðaferðin
er mögnuð saga eftir Emmanuel Carrère um örlagaríkt skólaferðalag (JPV, Sig
urður Pálsson þýðir); Varúlfurinn eftir Fred Vargas gerist í frönsku Ölpunum
og fjallar um drápsskepnu af óræðum uppruna sem Adamsberg yfirlögreglu
þjónn frá París leitar (Grámann, Guðlaugur Bergmundsson þýðir); og Síðasti
musterisriddarinn eftir Raymond Khoury er hörkuspennandi saga sem hóar
aftur til miðalda (JPV, Salka Guðmundsdóttir þýðir).
Sérstæðasta vorbókin er eflaust Bréf til Maríu eftir Einar Má Jónsson sagn
fræðing í París, sem er lesendum TMM að góðu kunnur (Ormstunga). Þetta er
að sumu leyti hliðstætt verk við Bréf Þórbergs til Láru, eins og nafnið bendir
til, frumlegar vangaveltur um samtímann og uppruna hans út frá persónulegri
reynslu Einars sem Íslendings í útlöndum. Fyrsti hlutinn fjallar um ástæður
þess að Einar varð eins konar útlagi frá Íslandi og segir ljóta sögu af skilnings
leysi skattyfirvalda. Sá hluti ætti að vera skyldulesning hjá starfsfólki ríkis
skattstjóra.
Loks langar mig að nefna að afkomendur Jóhannesar úr Kötlum hafa sett á
stofn skáldasetur Jóhannesar á léninu www.johannes.is og standa þar að
alhliða gagnagrunni og upplýsingaveitu um ævi hans og skáldskap. Á vefsvæð
inu má nálgast fróðleik af ýmsu tagi og í ýmsum myndum – fyrir börn og full
orðna, nemendur, fræðimenn og aðra er áhuga hafa á verkum skáldsins.