Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Qupperneq 111
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2007 · 2 111
eða eftir Auden í heftinu eru Matthías Johannessen, Ragnar Jóhannesson, Sig
urður A. Magnússon og Magnús Ásgeirsson.
Tímaritið Nordisk litteratur kom að venju út í fyrra á norðurlandamálunum
og ensku. Þar er m.a. fjallað um bækurnar sem lagðar voru fram til Bók
menntaverðlauna Norðurlandaráðs það ár (þær íslensku voru Karitas án titils
eftir Kristínu Marju Baldursdóttur og Fólkið í kjallaranum eftir Auði Jónsdótt
ur), Halldór Guðmundsson skrifar um útrás norrænna bókmennta, „13 ára
sigurför og fyrstu hættumerkin“, Ingi Björn Guðnason skrifar um Nýhil og
birt er hefðbundið viðtal við verðlaunahafann, sem það ár var sænska skáldið
Göran Sonnevi. Í þessu riti má finna á einum stað dýrmætar upplýsingar um
norrænar bókmenntir ár frá ári, og er óskandi að það komi út áfram.
Fagnaðarefni var að fá í hendur efnismikið og glæsilegt hefti af Torfhildi, riti
nemendafélags bókmenntafræði og málvísindaskorar við HÍ. Þar má lesa ljóð
og smásögur, greinar um kvikmyndir, myndbönd, hljómplötur, bókmenntir og
málvísindi og skemmtilegt viðtal ritstjóra, Guðrúnar Huldu Pálsdóttur, við
Andra Snæ Magnason. Það er ekki oft sem maður finnur fjallað á einum stað
um Mulholland Drive, Sylviu Plath, Snorra Sturluson og skáldamjöðinn, mun
úðarfullar hliðar Bjarkar í myndböndum, James Joyce og tvíhljóðunina é>je í
íslensku!
Vorhefti Skírnis er ekki komið út þegar þetta er ritað en fregnir af þeim
aldna risa eru þær að níutíu fyrstu árgangarnir af honum hafa verið settir á
netið á slóðinni www.skirnir.is. Þar má líka fletta upp í efnisskrá Skírnis 40 ár
aftur í tímann og lesa nýlegar greinar sem vakið hafa athygli.
Tónlistin í sumar
Ýmislegt nýtt efni hefur ratað undir geislann á útmánuðum. Það sem hefur
enst best er af ólíku tagi; þar er tveggja diska útgáfa Húberts Nóa og Howie B:
Music for Astronauts and Cosmonauts (Laton) sem ber nafn með rentu. Þetta
er sérdeilis heppileg tónlist til að spila meðan maður svífur í geimfari hring
eftir hring umhverfis jörðina – eða gengur í hring í kringum allt sem er á jörðu
niðri. Þar er tónlist Flís við söngleikinn Leg eftir Hugleik Dagsson, sungin af
leikurum sýningar Þjóðleikhússins (12 tónar); þar er líka Úr skel með Quad
ropedic, skemmtilegur djassdiskur sem var gefinn út til styrktar Árna Ibsen
leikskáldi í erfiðum veikindum hans. Síðast en ekki síst er tónlistin úr kvik
myndinni Mýrinni sem Mugison sá um. Smekkleg er notkunin á Til eru fræ og
Sofðu unga ástin mín, ekki síst þegar lögin sameinast þannig að hljóðfærin
leika annað og hitt er sungið samtímis, eða Fóstbræður klofna í tvennt og
syngur annar hlutinn um fræin og hinn um svefninn. Reyndar á tónlistin
drjúgan þátt í áhrifum kvikmyndarinnar með því að ítreka harmrænan tón
skáldsögu Arnalds Indriðasonar sem handritið gerir reyndar líka. Við þetta
situr bíómyndin mun betur í huganum en ef hún legði höfuðáherslu á glæpinn
og spennuna.