Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 112
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
112 TMM 2007 · 2
Sumartónleikar í Skálholtskirkju hafa verið haldnir síðan 1975 og eru stærsta
sumartónlistarhátíð landsins. Helstu markmið eru að flytja nýja íslenska
trúarlega tónlist og barokktónlist með hljóðfærum þess tíma. Aðgangur á tón
leikana er ókeypis og hefur æ stækkandi hópur sótt tónleikana frá ári til árs. Í
sumar eru ráðgerðir 24 tónleikar, 8 fyrirlestrar auk tónlistarsmiðju fyrir börn.
Flytjendur verða um 120, bæði erlendir og innlendir, meðal þeirra má nefna
Bachsveitina í Skálholti, sönghópinn Hljómeyki, barokksveitina Nordic Affect,
kammersveitina Ísafold, Skálholtskvartettinn, Graffe strengjakvartettinn, Jaap
Schröder fiðluleikara, Margaret IrwinBrandon orgelleikara, Vibeke Astner
orgelleikara, Kati Debretzeni fiðluleikara, Georgiu Browne barokkflautuleik
ara, Kolbein Bjarnason flautuleikara, Elísabetu Waage hörpuleikara, Guðrúnu
Jóhönnu Ólafsdóttur mezzósópran, Mörtu Hrafnsdóttur alt og Ingibjörgu
Guðjónsdóttur sópran. Staðartónskáld verður Sveinn Lúðvík Björnsson sem
mun semja nýja messu fyrir Hljómeyki; einnig verða heimsfrumflutt eða flutt
í fyrsta sinn á Íslandi ný verk eftir Daníel Bjarnason, Huga Guðmundsson,
Toshio Hosokawa, Pál P. Pálsson, Werner Schulze, Helmut Neumann o.fl.
Helstu áherslur verða barokktónlist frá Ítalíu og Þýskalandi, ný austurrísk
tónlist og ný íslensk tónlist.
Hátíðin hefst laugardaginn 30. júní kl. 14 með erindi Helgu Ingólfsdóttur
um Manuelu Wiesler, og setningartónleikarnir kl. 15 verða í minningu hennar.
Síðan verður dagskrá um hverja helgi allan júlí og lokahnykkurinn verður að
venju um verslunarmannahelgina, 3.–6. ágúst, þegar Kammersveitin Ísafold
leikur tónlist eftir Daníel Bjarnason, Arvo Pärt og fleiri undir stjórn Daníels
Bjarnasonar. Athugið að helgardagskrá hefst iðulega á fimmtudagskvöldi og
stendur fram á sunnudag. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni
www.sumartonleikar.is.
Reykholtshátíð verður æ vinsælli enda stækkar hún í báða enda í ár: tónleikum
fjölgar úr fernum í sex og byrjað verður degi fyrr en venjulega. Hátíðin er haldin
dagana 25.–29. júlí og hefst með tónleikum Karlakórs St. Basil kirkjunnar í
Moskvu fimmtudaginn 25. júlí kl 20. Kórinn kom fram á Listahátíð 2004 og kom
ust þá færri að en vildu. Tónleikarnir verða endurteknir 26. júlí kl 20. Á efnisskrá
eru rússnesk þjóðlög, miðaldatónlist og tónlist eftir rússnesk tónskáld.
Á laugardaginn 27. júlí kl 15 flytja Hanna Dóra Sturludóttir sópran og Lothar
Odinius tenór ljóð eftir Grieg, Schubert, Schumann og íslensk lög og dúetta
ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara og stjórnanda hátíðarinnar.
Um kvöldið kl 20 flytur Christopher hljómsveitin frá Vilnius í Litháen verk eftir
Joseph Haydn og fleiri undir stjórn Donatas Katkus. Hljómsveitin kemur einn
ig fram á sunnudaginn kl 16 og leikur m.a. þekkt verk eftir Tsjaikovskí, Borod
in o.fl. Um kvöldið kl 20 verða svo lokatónleikar hátíðarinnar. Þar kemur fram
franski kammerhópurinn Bardin ensemble og leikur m.a. verk eftir Mendels
sohn, Schumann, Debussy og Ravel. Allir meðlimir hópsins eru margverð
launaðir tónlistarmenn og hefja tónleikaferð sína um Norðurlönd í Reykholti.
Samtals koma fram 49 tónlistarmenn frá sex löndum á hátíðinni 2007 og má því
með sanni segja að Reykholtshátíð sé orðin alþjóðleg tónlistarhátíð.