Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Qupperneq 113
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2007 · 2 113
Helgina eftir að Skálholtshátíðinni lýkur, 10.–12. ágúst, verður Kamm
ermúsíkhátíðin á Kirkjubæjarklaustri. Flytjendur að þessu sinni verða Vík
ingur Heiðar Ólafsson píanóleikari, Francisco Javier Jáuregui gítarleikari,
Robert Brightmore gítarleikari, Elena Jáuregui fiðluleikari og Guðrún Jóhanna
Ólafsdóttir mezzósópransöngkona og listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Vík
ingur Heiðar Ólafsson fékk Íslensku tónlistarverðlaunin 2006 sem flytjandi
ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar, meðal annars fyrir leik hans á
Kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri. Í ár munu hlustendur fá að heyra
hann flytja sum kröfuhörðustu verk píanóbókmenntanna á Klaustri.
Tónleikarnir verða þrennir, föstudaginn 10. ágúst kl. 21:00, laugardaginn 11.
ágúst kl. 17:00 og sunnudaginn 12. ágúst kl. 15:00. Tónlistarmennirnir munu
bæði spila einleik og koma fram í ólíkum hljóðfærasamsetningum. Spænsk
tónlist verður áberandi, með tónskáldin de Falla, Turina, Sarasate, Mompou og
Montsalvatge í fararbroddi, en einnig verða flutt verk eftir Haydn, Beethoven
og Liszt. Af minna þekktum tónskáldum má nefna Domeniconi, Houghton og
d’Angelo.
Myndlistin í sumar
Þegar þetta hefti berst áskrifendum verða þegar komnar af stað nokkrar mynd
listarsýningar sem setja lit sinn á sumarið. Þar er fyrstan frægan að telja fjöl
þjóðlega listamannahópinn Cobra sem sýnir í Listasafni Íslands frá opnun
Listahátíðar 10. maí til 8. júlí. Hópurinn var stofnaður fyrir sextíu árum og
hefur mjög verið vandað til þessarar afmælissýningar.
Í Hafnarhúsi var opnuð yfirlitssýning Roni Horn, „My Oz“ á Listahátíð, hún
stendur til 19. ágúst. Þar er líka Sigurður Guðjónsson í Dsal til 17. júní, þriðji
ungi listamaðurinn sem þar sýnir. Á Kjarvalsstöðum stendur Kjarvalssýningin
„Kþátturinn“ til 2. september, en 19. maí verður opnuð þar hönnunarsýningin
„Kvika“. Hún er á dagskrá Listahátíðar og stendur til 26.ágúst.
Á Listahátíð var líka opnuð sýning í Gallerí i8 sem margir munu hafa áhuga
á. Þar sýnir bandaríski ljósmyndarinn Spencer Tunick nýjar myndir sem
sumar hverjar voru teknar hér á Íslandi, en hann var hér um tíma í fyrra í til
efni af minnisstæðri sýningu sinni í Listasafninu á Akureyri. Tunick er eink
um þekktur fyrir ljósmyndagjörninga sína með hópum af nöktu fólki, en á
nýju myndunum eru frekar einstaklingar en hópar. Sýningin hans stendur til
23. júní. Auk hans sýnir Magnús Pálsson í Gallerí i8 í sumar (5.7–18.8.).
Í Ásmundarsafni stendur sýningin „Þjóðsögur“ yfir til ársloka. Þar hafa tólf
teiknarar myndskreytt hver sína þjóðsöguna úr hljóðritasafni Árnastofnunar
og geta gestir hlustað á upptökurnar meðan þeir skoða myndirnar.
Í Listasafninu á Akureyri stendur yfir sýningin „Rythms of Life“ á ljós
myndum af verkum sem ástralski listamaðurinn Andrew Rogers hefur gert úti
á víðavangi í ýmsum löndum. Meðal annars hefur hann skapað þrjú umhverfis
listaverk í nágrenni Akureyrar. Sýningin stendur til 24. júní, en þann 30. hefst
yfirlitssýning á verkum Georgs Guðna.