Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 117
TMM 2007 · 2 117
My n d l i s t
Hallgrímur Helgason
Kjarval Museum
Ungur nam ég listasögu af vörum Björns Th. Kennt var á Kjarvalsstöðum, í
herbergi í enda austurálmunnar, rými sem síðar var nýtt sem skrifstofa/kaffi
stofa starfsfólks. Engar venjulegar dyr voru á kennslustofunni. Því hlutverki
gegndi ein risavaxin rennihurð sem jafnframt var suðurveggur stofunnar. Sá
er mætti of seint í tíma þurfti því að renna honum öllum frá með tilheyrandi
hljóði svo úr varð nokkuð kómísk sena.
Þetta voru fyrstu kynni mín af þessari einkennilegu byggingu sem tíminn
hefur gert lítið til að lagfæra. Eftir því sem árin líða verður manni æ betur ljóst
hvílíkur vandræðagripur Kjarvalsstaðir eru. Að umræddum listasöguvetri
loknum hef ég tekið þátt í samsýningum í sölum hússins, sem og haldið þar
einkasýningu, auk þess að hafa séð þar þúsund sýningar. Og það verður að
segjast eins og er að salir Kjarvalsstaða henta ekki vel til myndlistarsýninga.
Fyrir utan hið fræga loft sem vofir yfir hverri sýningu eins og tískuhár
greiðsla frá 1965 eru rýmin of ílöng. Salirnir eru of langir og mjóir til að geta
nokkurn tíma orðið dýnamískir. Þeir minna alltaf fremur á ganga en sal
arkynni. Menn hafa reynt allt til að fá þá til að virka, en ætíð án árangurs.
Algengt er að fylla þá með skilrúmum svo úr verður sýningarpláss sem minn
ir helst á vörusýningar. Einnig hafa salirnir ósjaldan verið stúkaðir í þrennt svo
úr verður einskonar lestaríbúð (railroad apartment) sem frægar eru í Banda
ríkjunum fyrir þá eintóna tilveru sem þeim fylgir.
Salirnir á Kjarvalsstöðum eru því slæmir til sýningarhalds. Og verða aldrei
góðir.
Byggingin sjálf er heldur ekki mikið fyrir augað, lágreist, steingrá og kulda
leg; ópússuð steypa í bland við ryðgaðar stálplötur á la Serra og þunglamalegur
koparhjálmur yfir, sem lætur húsið minna á pott með of stóru loki. Þó má
vissulega tala um stíl. Unnendur mannfælandi meinlætastefnu í arkitektúr
hafa sjálfsagt dálæti á húsinu. Praktískt séð er það þó erfitt viðureignar. Auk
hinna erfiðu sýningarsala eru gangrými og tengiálma óskiljanlega stór (slaga
hátt í salina sjálfa) og nánast ónýtanleg. Veggvíðir gluggar mót suðri gera gang
ana á Kjarvalsstöðum óbærilega á sólardögum og niðurdrepandi á rigning
ardögum. Þá hefur aldrei tekist að nýta hellulagt torgið á milli álmanna. Að
auki þjáist byggingin af þeirri tuttugustu aldar tilraun sem lét steinsteypuna
standa ópússaða og ómálaða. Hugmyndin var kannski ágæt og virkar sæmilega