Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Side 118
M y n d l i s t
118 TMM 2007 · 2
á sumarbjörtum dögum, en í skammdeginu gera steingráir veggirnir lítið
annað en bæta við hinn séríslenska drunga og víst er að ekki voru allir veggir
jafn heppnir með steypu. Umfram allt er húsið þó hróplega ólíkt nafna
sínum.
En hér á hann samt heima, Jóhannes Sveinsson Kjarval. Húsið var byggt yfir
okkar mesta listamann. Og enn þann dag í dag eru Kjarvalsstaðir eina bygg-
ingin sem Íslendingar hafa reist í þeim tilgangi að sýna list. Hún ber því merki
um stórhug á sinni tíð. En nú er önnur öld. Og Kjarval gerir fátt annað en að
stækka.
Vandinn við Kjarvalsstaði hefur alltaf verið sá að enginn veit hvort þeir eru
safn eða sýningarhús. Allt frá byggingu hafa þeir verið hvort tveggja. Sam
kvæmt þáverandi borgarstjóra, Geir Hallgrímssyni, skyldi húsið geyma það
besta úr íslenskri myndlist þar sem verk Kjarvals yrðu einskonar „kjölfesta“
(bls. 487 í nýju Kjarvalsbókinni). Semsagt ekki hreinræktað Kjarvalssafn.
Kjarvalsstaðir hafa því alltaf gegnt tveimur ólíkum hlutverkum. Í fátækt for
tíðar treystu menn sér ekki til að reisa Kjarval Museum heldur slógu tvær
flugur í einu höggi. Meistarinn í eystri endanum og kollegar hans í þeim vest
ari.
Höfum við enn ekki efni á því að byggja yfir meistara Kjarval, manninn sem
„gaf“ okkur líf sitt, yfir 5000 verk sem manni finnst maður aldrei hafa séð,
fyrir utan þessi þrjátíu sem hafa hangið í austursal Kjarvalsstaða síðastliðin 40
ár?
Á hann ekki meira skilið?
Og á Ísland ekki skilið að fá annað hús sérhannað til myndlistarsýninga?
Að sjálfsögðu. Við eigum að taka Kjarval út af Kjarvalsstöðum og reisa
honum alvöru listasafn rétt eins og Norðmenn gerðu fyrir Munch og Hollend
ingar fyrir Van Gogh. Kjarval er okkar Edvard, okkar Vincent. Hann á skilið
annað og meira en hanga eins og feiminn húsgestur í smærri helmingi hússins
sem hann tók fyrstu skóflustunguna að.
Hvar eru allar teikningarnar? Hvar eru veggmyndirnar? Hvar allar skiss
urnar? Blómamyndirnar? Mannamyndirnar? Ljósmyndirnar? Ljóðabækurn
ar? Litaspjöldin? Hattarnir? Og hvar öll hin 4000 málverkin? Við eigum að
hafa sem mest af þessu uppi við, sýnilegt okkur og erlendum gestum, allan árs
ins hring. Og undir þetta þarf nýtt hús. Jafnvel þótt Kjarvalsstaðir yrðu allir
lagðir undir meistarann frá Efri Ey myndu þeir ekki duga.
En hvað á þá að gera við Kjarvalsstaði? Það má til dæmis breyta þeim í leik
hús. Frjálsu leikhópana vantar alltaf sali. Gera mætti salina hvorn um sig að
„svörtum kassa“ í hæfilegri stærð fyrir lítinn leikhóp. Jafnvel mætti hugsa sér
bíósal í austurálmu og leikhús í þeirri vestari. Og til að afmá alvöruþrunginn
helgistíl hússins mætti leyfa þar bjarta liti, bari, búðir og almennan fíling með
internet og DJívafi; Gera þetta að lifandi félagsmiðstöð eða menningarhúsi,
sem væri opið á kvöldin.
Bæta mætti Listasafni Reykjavíkur skaðann með því að reisa handa því
„hvítan kassa“ á Miklatúni.