Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 122
B ó k m e n n t i r
122 TMM 2007 · 2
En með því að okkur veittist heimild
til að halda kyrru fyrir í ró
á þessum garðbekkjum
og hjá þessum litverpu trjám
þennan dag, unz sól
sígur að fjöllum
þá skulum við förunautar
fagna þeirri bóngæzku
og skiptast eins og stundum endranær
á stökum spurningum
og fleiru
sem falla kann til, ef að vanda lætur.
Notalegt verður að strjúka samtímis
silfurhvít skegg
í saltri hafátt.
Þannig er niðurstaða fyrsta ljóðs bókarinnar, og næsta ljóð hefst á því þema
sem skýtur upp kolli aftur og aftur, að stefnur og hugmyndir hafi togast á um
„okkur förunauta“ og margur misst fótanna í þeim átökum:
Hver getur andmælt því
að okkur væri hrundið
í sífellu
sitt á hvað
og hraðara en við kusum
milli heimkynnis og framandleika.
En vandlæting Bjarna Borgfirðingaskálds, sem telur í Aldasöng sínum öllu
hafa farið aftur, er ekki á ferðinni í þessum ljóðum. Víst var okkur hrundið, en,
eins og segir í þriðja ljóði:
Allt um það bárust
að eyrum strengleikar
hvert sem leiðin lá.
Segja má að flest ljóðin sem fylgja séu á einhvern hátt tilbrigði við þetta stef.
Sátt við líf og dauða; og þessi sátt skapar kyrrð og jafnvægi, hvort sem kveikja
ljóðsins er myndskreyting Valþjófsstaðahurðarinnar, Grímseyjarför Sturlu
Sighvatssonar eða náttúrusýn Jónasar Hallgrímssonar.
Hugtækur er þessi garður
þó að haustbliknað falli
lauf og lauf
á lúðar yfirhafnir.