Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Síða 127
B ó k m e n n t i r
TMM 2007 · 2 127
spyr lesandi sig hvort höfundurinn eigi eftir að taka lokaskrefið, líkt og hann
sé með nánast hið fullkomna efni í höndunum, en að efninu, sem líkt og Jónas
frændi Sturlu telur hann sjálfan vera gerðan úr, sé „ekki ætlað að endast // það
myndi ekki duga // út lífið“ (322). Hugsanlega er þessi neind gjörningur text
ans, hversu mikið sem fagurfræði slíks gjörnings hörfar undan lesanda.
Tilvísanir
1 Fyrirlesturinn, sem var á vegum Listaháskóla Íslands, var haldinn í Öskju föstu
daginn 30. mars 2007.
2 Í viðtali við Lesbók Morgunblaðsins laugardaginn 23. desember 2006, ,,Maður í
Frakka“, minnist Bragi einmitt á þessa tengingu við sögu Gogols.
Soffía Auður Birgisdóttir
Egill spegill:
Sögur af Agli Grímssyni
Rúnar Helgi Vignisson: Feigðarflan, Græna húsið, 2005.
Í grein sem Rúnar Helgi Vignisson birti í Lesbók Morgunblaðsins í október á
síðasta ári segir hann frá því að hann hafi iðulega orðið var við að fólk rugli sér
saman við sögupersónur sínar, einkum Egil Grímsson, aðalpersónu Nautna-
stuldar, sem kom fyrst út 1990, og Feigðarflans, sem kom út í fyrrahaust. Rúnar
Helgi segir sögur af þessum ruglingi, sem gjarnan kemur fram í ritdómum og
annarri umfjöllun um verk hans, og vísar til þess að í fimmta bindi Íslenskrar
bókmenntasögu Máls og menningar séu þeir Egill „nokkuð endanlega spyrtir
saman“ því þar sé „fullyrt að Nautnastuldur hafi verið lokaverkefni [hans] við
háskóla í Bandaríkjunum.“ Rúnar Helgi bætir síðan við: „Ég lauk að vísu við
bókina í Bandaríkjunum en hún tengdist ekkert háskólanámi mínu, a.m.k.
ekki beint. Aftur á móti segist Egill hafa skrifað bók með þessu heiti sem hafi
auk þess verið lokaverkefni hans i ritlistarnámi við bandarískan háskóla (auð
vitað þann sama og ég stundaði nám við) og hafi bókin jafnframt komið út á
ensku undir heitinu Indulgence Denied. Menn hafa rukkað mig um þá útgáfu
– en án árangurs enn sem komið er.“1
Þó svo virðist að Rúnar Helgi sé öðrum þræða að kvarta yfir þessum sam
slætti skáldskapar og veruleika í umfjöllun um verk hans er deginum ljósara að
hann er meðvitað að leika sér sjálfur að því að gera mörkin á milli sjálfs sín og
sögupersónunnar Egils Grímssonar óljós, og mig grunar að hann hafi gaman