Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 130
B ó k m e n n t i r
130 TMM 2007 · 2
verður að meta þá sögu í samhengi við fyrri bókina, Nautnastuld – og að
sjálfsögðu við aðrar samtímabókmenntir sem fjalla um vanhæfni karlmanna
með ýmsum hætti, eins og komið var inn á hér að framan. Er seinni sagan af
Agli Grímssyni „tímana tákn“ líkt og hin fyrri? Og hver er þá niðurstaðan?
Kannski sú að angistin sé að minnka? Húmorinn og (sjálfs)háðið að aukast? Er
það ekki það sem kallast að þroskast? Er Agli Grímssyni alvara með sjálfs
morðshótun sinni? Svari nú hver fyrir sig. Ég efast persónulega um það og mæli
með því að Egill haldi áfram að þreyja þorrann og reyna að slá í gegn á ritvell
inum. Framtíðin er framandi land ekki síður en fortíðin.
Tilvísanir
1 Sjá: Rúnar Helgi Vignisson. 2006. „Bókin sem mátti ekki koma út í kilju – þankar
höfundar í tilefni af endurútgáfu Nautnastuldar.“ Lesbók Morgunblaðsins 28.
október. Einnig aðgengileg á heimasíðu bókaútgáfu Græna hússins: www.graena
husid.is/pages/Nautnastuldurkilja.htm (skoðað 18. apríl 2007).
2 Sjá: „Pistill frá Rúnari Helga“ á www.bokmenntir.is í f lokknum Höfundar/Rúnar
Helgi Vignisson.
3 Matthías Viðar flutti tvo pistla í Ríkisútvarpið, rás 1, um Nautnastuld og vísar
Rúnar Helgi í umsögn hans í áðurnefndri Lesbókargrein.
Kristján Jóhann Jónsson
Skáldbóndi og ofviti
Halldór Guðmundsson: Skáldalíf. JPV útgáfa 2006.
Varla hafa margir búist við því að þeir Gunnar Gunnarsson og Þórbergur
Þórðarson ættu eftir að lenda í sömu bók, enda tæplega upp á sömu bókina
lærðir. Það er frumlegt að segja hliðstæða sögu af ævi þeirra, og að lestri lokn
um virðist það einmitt styrkur Skáldalífs Halldórs Guðmundssonar að þessir
tveir skuli þar fá að verða samferða. Fyrsta íhugunarefnið er ef til vill hvort þeir
fara svona vel í sömu bók vegna þess hvað þeir eru líkir eða vegna þess hvað
þeir eru ólíkir. Gunnar skrifaði alla sína ævi hetjusögur úr sveitinni en Þór
bergur skrifaði á stundum gegn bændamenningunni af offorsi, til dæmis í
Bréfi til Láru.1 Í IV. bindi Íslenskrar bókmenntasögu bendir Dagný Kristjáns
dóttir þó á að hæglega megi leiða rök að því að Þórbergur Þórðarson sé sveita
söguhöfundur.2 Gunnar leitaði frægðar í öðrum löndum en var alla tíð þjóð
ernissinni og skandínavisti. Alþjóðasinninn Þórbergur sem gekk í þjóðleys
ingjafélag, hefur verið kallaður best varðveitta leyndarmál íslenskra bók