Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 131
B ó k m e n n t i r
TMM 2007 · 2 131
mennta. Draumar þeirra beggja um að verða skáld og rithöfundar áttu hug
þeirra allan svo að jaðraði við þráhyggju. Þeir voru báðir vissulega sannleiks
leitendur þó að þeir fyndu ekki sama sannleikann. Ástin og stjórnmálin villtu
báðum sýn um hríð og þannig mætti lengi telja.
Helstu fletirnir á nálgun Halldórs eru þrír: draumurinn um að verða frægur
rithöfundur, ástin og kynlífið, og svo að lokum stjórnmálin og framtíð þjóð
anna. Atriði sem stöðugt eru nálæg mætti svo segja að væru sannleiksleitin
sem gengur í gegnum allt þetta og ótrúleg fjarlægð og nálægð bernskustöðv
anna, bæði í tíma og rúmi. Bernskustöðvarnar á Austurlandi eru alltaf nálæg
ar þeim frá degi til dags en rúmast þó aldrei í veruleika þeirra.
Skáldskapur og frægð
Þegar Gunnar Gunnarsson og Þórbergur Þórðarson ákváðu að verða rithöf
undar má með sanni segja að engum hafi þótt það góð hugmynd. Flest var
þeim andsnúið og allt gert sem hægt var til þess að stöðva þá eða beina þeim
inn á aðrar brautir. Þegar þeir fara að heiman sleppa þeir báðir bakkanum, vita
að ekki verður aftur snúið og vita jafnframt að framtíðin er óráðin gáta.
Þetta gengur þó ekki fyrir sig á sama hátt. Gunnar setur undir sig hausinn
og gerir það sem gera þarf til þess að draumar hans megi rætast. Hann hlítir
ekki ráðleggingum sinna nánustu en fer sínu fram og sýnir takmarkalausa
seiglu og þrjósku. Hann slítur vænlegum ástarsamböndum, hafnar góðum
tekjumöguleikum og lætur sig hafa það að sjá stundum hvorki fram á fæði né
húsnæði. Það er athyglisvert að Gunnar dreymir að því er virðist í upphafi ekki
um að segja neinn tiltekinn sannleika. Hann dreymir fyrst og fremst um að
verða skáld (bls. 59–60) og hefja sig þannig upp fyrir sína stétt. Fljótlega verður
sjálfsmyndin helsta viðfangsefni hans (bls. 65) og þar með er þessi drengur úr
Fljótsdal og Vopnafirði farinn að ganga í takt við nýjan tíma og tengja sig við
nýjan veruleika. Í umfjöllun hans um sjálfsmyndina má einnig segja að byrji sá
siðferðilegi strengur sem löngum hefur þótt halda verkum Gunnars saman.3
Það er erfitt að ræða sjálfið án þess að gera upp við gott og illt í leiðinni. Sjálfs
mynd okkar markast að meira og minna leyti af skilningi okkar á greinarmun
góðs og ills.4 Aldrei virðist Gunnar þó hafa lýst bernskuumhverfi sínu sem
ógeðfelldum stað sem hann vildi flýja. Fjallkirkjan er auðvitað skýrasta dæmið
um það hvernig sveitin breytist í horfinn heim með bernskunni. Svipað virðist
viðhorf Þórbergs til Hala í Suðursveit sem hann skrifaði fallega um þegar leið
á ævina.
Í sögu Þórbergs er þó skýrari löngun til að flýja erfiðan, jafnvel ömurlegan
veruleika. Lýsingarnar á skútuárunum eru eftirminnileg lýsing á heimi sem
Þórbergur vill ekki gera að sínum. Eina leiðin út er menntunin. Upphaflega er
þekkingin Þórbergi það sama og höfundarhlutverkið Gunnari. En Þórbergur
er miklu skrykkjóttari í sínu lífi. Hann verður að því er virðist yfirþyrmdur af
viðfangsefnum sínum og kallar það reyndar endurfæðingar sínar. Sú hugmynd
er áleitin að þegar allt kemur til alls sé það þörfin fyrir nýja sjálfsmynd í breytt