Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Qupperneq 133
B ó k m e n n t i r
TMM 2007 · 2 133
skipað konum í hlutverk móður eða ástkonu, og í ljósi móðurdýrkunarinnar í
ritverkum Gunnars má spyrja hvort honum hefði nokkurn tímann verið
mögulegt að líta á mæður barna sinna sem ástkonur. Í ljósi alls þessa er kostu
leg yfirlýsing Gunnars í útvarpsviðtali við Ingu Huld Hákonardóttur: „Taum
leysi, í hvaða mynd sem er, er mér viðurstyggð. Annað mál er, að það er til, og
ber því að segja satt frá því sem öðru …“ (bls. 166)
Þórbergur strikaði ástkonu sína, Sólrúnu, líka út úr lífi sínu að meira og
minna leyti eftir að þau eignuðust dóttur. Hann tók, rétt eins og Gunnar,
saman við konu sem hélt hjónabandi þeirra saman hvað sem í skarst og hélt
jafnframt styrkri hendi um fjármál og daglegt líf skáldsins. Ástir Þórbergs og
Sólrúnar eru þó ólíkar sambandi Gunnars og Ruthar að því leyti að samband
þeirra hófst áður en Þórbergur giftist og aðventistinn móðir Sólrúnar barðist
gegn því sambandi eins og ljón. Aðferðir hennar verða varla kallaðar annað en
verulega groddalegar (bls. 127–8). Hvorki Þórbergur né Sóla virðast á þessum
tíma hafa haft bolmagn til að verja ást sína, og hún giftist þeim sem móðirin
valdi. Það hjónaband varð ekki farsælt og undir lok þess blossaði ást Þórbergs
og Sólu upp að nýju og þau eignuðust saman dóttur. Sólrún varð ekkja en þegar
engin hindrun var í vegi var Þórbergur ekki lengur tilbúinn til hjónabands.
Halldór lætur að því liggja að ef til vill hafi Þórbergur verið ástfangnari af ást
inni en konunum sjálfum.
Heimsmálin
Gunnar og Þórbergur völdu sér stórlyndar og traustar eiginkonur og hölluðust
hvor að sínum einræðisherra, þeim Hitler og Stalín. Öryggi í einkalífi, einræði
í pólitík og fegrandi þrá eftir samræmi og stöðugleika bernskunnar eru stef
sem þrátt fyrir allt eiga samleið í lífi þeirra. Þegar Gunnar og Þórbergur tóku
sér stöðu með verðandi einræðisherrum, Hitler og Stalín, leit heimurinn að
sjálfsögðu allt öðru vísi út en hann gerði þegar þeir voru allir. Hins vegar tregð
uðust rithöfundarnir báðir við að trúa upplýsingum um hvað væri á seyði í
ríkjum einræðisherranna og skildu illa hvaða áhrif afstaða þeirra hafði á við
horf annarra. Ef til vill þoldu þeir ekki tilhugsunina um vonbrigðin sem alltaf
fylgja því að horfast í augu við að ekkert er sem sýnist.
Þrá rithöfundanna tveggja eftir sannleika og lífsfyllingu þvingaði þá unga til
þess að yfirgefa allt sem þeir þekktu og treystu. Báðir reyna þeir að snúa til
sama lands, Gunnar með því að byggja Skriðuklaustur en Þórbergur með
skrifum sínum um Suðursveit og leiki bernsku sinnar. Halldór Guðmundsson
ber áreiðanlega sögumenn fyrir því að Gunnar og Franzisca hafi brugðið sér af
bæ á Skriðuklaustri þegar heldur var farið að halla undan fæti og þegar þau
komu aftur skelltust opnar hliðgrindur í vindi og kýr og hænsni dreifðu sér um
túnið. Síðasta vinnufólkið hafði notað tækifærið til þess að forða sér meðan
húsbændur voru fjarverandi. Úr munnlegri geymd er einnig fengin sagan af
síðustu heimsókn Þórbergs á bernskustöðvarnar. Hann var borinn park
insonsveikur og grátandi út úr húsinu á Hala því hann vildi ekki fara aftur til