Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Síða 135
B ó k m e n n t i r
TMM 2007 · 2 135
Bjarni Bjarnason
Leyndardómur blakkátsins
Bjarni Klemenz: Fenrisúlfur. Nýhil 2006.
Í skáldsögunni Fenrisúlfi eftir Bjarna Klemenz Vesterdal á fólk erfitt með ein
föld og einlæg tjáskipti og fer alltaf löngu leiðina hvert að öðru, talandi undir
rós og dulnefni, njósnandi hvert um annað, klæðist grímubúningum og skrif
ast á um netið. Saklausir hlutverkaleikir þróast út í að fólk verður að standa við
þann tilbúning sem það gerir sér. Hlutverkið verður jafnvel annað sjálf aðal
persónunnar, Bergs, og tekur yfir allt hans líf þar til hann breytist í Fenrisúlf,
þann sem banaði Óðni samkvæmt Völuspá. Bronsi eða Bronsmaðurinn, eins
konar Gillzenegger, er hinn úrkynjaði Óðinn nútímans sem fellur fyrir hendi
Fenris eftir að hafa rænt unnustu hans, Védísi, sem gengur undir dulnefninu
Hel. Dauðagyðjan Hel og Fenrisúlfur, táknmyndir tómsins, hittast á skemmti
staðnum Niflheimi, ríki hinna dauðu. Eftir inntöku lyfja sem orsaka gleymsku
ástand, blakkát, eiga þau í sadómasókískum ástarleikjum sem eru teknir upp á
band. Upptökuna sér Bergur daginn eftir í kafla sem nær ágætlega að sviðsetja
endastöð tómhyggjunnar.
Eðlilegt er að fólk, sem upplifir umhverfið sem yfirborðslegt, eins og sést til
dæmis þegar Védís (eða Hel) horfir á auglýsingaplakat og óskar þess að hún sæi
inn í hauskúpu fyrirsætanna, reyni meira og minna ómeðvitað að leita uppi
eitthvað satt, eitthvað ómengað. Og í gegnyfirborðslegu samfélagi er ekki hægt
að stóla á að neitt sé ekta nema dauðinn. Þar með færir leit aðalpersónanna að
sannri ást og nálægð þær um leið nær dauðanum. Því er rökrétt að þær eigi
stefnumót í Niflheimi. Líka er rökrétt að þegar til kastanna kemur og Fenrir og
Hel þrá bæði einfalda og einlæga snertingu, þá geta þau ekki sleppt grímunum.
Og kynlífið verður í samræmi við hugmyndir um að öll samskipti séu valda
barátta, sem sagt sadómasókískt, en á sér þar að auki stað í vitundarástandi
sem er svo uppspennt að það orsakar einskonar dauða eftirá, það er að segja
blakkáti.
Hin einlæga snerting elskendanna hefur náðst eftir martraðarkennt tilhuga
líf og gerist bakvið blinda punktinn í auganu. Þetta er fullkomlega svört róm
antík. Ef það er einhver boðskapur í sögunni þá er hann sá að yfirborðssam
félag geti leitt til þess að sýndarmennskan verði svo yfirgengileg að fólk fari
algerlega út úr karkater við að reyna að nálgast hvert annað, það komi því fram
við annað fólk öðruvísi en það ætlar sér og geri óhugnanlega hluti í viðleitni til
að nálgast og geti endað uppi geðveikt og búið að rústa sínu lífi og annarra. Svo
sem ekki nýr boðskapur, en það er ekki tilgangur sögunnar að færa fram nýjan
boðskap heldur að kanna með nýjum og öflugum hætti hvernig þetta getur
gerst. Og það tekst vel.
Fyrir utan augljós áhrif Völuspár þá eru helstu áhrifavaldarnir Steinar Bragi,