Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Síða 136
B ó k m e n n t i r
136 TMM 2007 · 2
einkum óhugnaðarstemningin í kringum dimmisjónsbúninga í Sólskinsfólkinu,
og Haruki Murakami sem höfundurinn leikur sér skýrast með í Akirakafl
anum þar sem sögusviðið er Tókýó. David Lynchveruleiki blandaður erótískri
hrollvekjumartraðarveröld og einstök atriði eins og þegar aðalsöguhetjan
hringir heim í sjálfa sig í Lost Highway koma líka upp í hugann við lesturinn.
Eins hafa kvikmyndirnar Sin City, sem endurspeglast nokkuð í Reykjavík Fenr
isúlfsins, og Fight Club, trúarhreyfingaþátturinn og tvífaraþátturinn, markað
spor í huga höfundar. Enn áhugaverðari eru þó áhrif sjónvarps og internets,
ekki bara á efni og einstaka kafla eins og MSNspjallkafla milli aðalpersónanna
undir dulnefnum heldur á sjálfan hugsunarhátt höfundar, hvernig bókin er sett
upp eins og spennandi listræn kvikmynd og tölvuleikur. Manni skilst að áhrif
in sem kvikmyndir og tölvur hafa á hvernig skynjað er og séð og hvernig vit
undin raðar saman heiminum séu nátengd hugsun höfundar og þau skila sér í
söguþræði, stemningu og framsetningu í bókinni, þó þannig að maður finnur
hið augljósa: Það er sama hvað maðurinn býr til af nýjum miðlum, leikjum,
tækjum og tólum, jafnvel lyfjum sem hafa ýmis áhrif á hugann, á endanum er
það alltaf hugurinn sjálfur sem rís yfir þetta allt og segir sögu upp á gamla mát
ann þar sem allt þetta er bara skemmtilegt krydd á frásagnarháttinn.
Málfarið er sennilega besta dæmið frá seinasta ári um skapandi 101íslensku
manns sem hefur farið 1001 eina nótt á barina á þeim slóðum. Þetta málfar er
oft fyndið og þannig meðvitað um sjálft sig, en mest sjálfsprottið úr grasrót og
þessvegna ekki tilbúið og verður ekki endurtekið. Svona málfar er líklegast til
að sjást í fyrsta verki höfundar sem er ekki sérlega meðvitaður um hve
skemmtilega götulegt það er, og er gaman að sjá hvað það gengur vel upp. Sem
dæmi má taka samtal á blaðsíðu 28 þegar aðalsöguhetjan Bergur er staddur á
Sólon Islandus og hlerar samtal Bronsa, Vidda og Tóta.
Bergur fær sér sæti nálægt þeim og hlerar samtalið.
– Er ekki allt í gúddí, Bronsi baby?
– Allt í þessu fína, Viddi tönn, ma.
– Hvar felurðu tjellingar, Bronsó?
– Þær eru bara á leiðinni, ef þú vilt að ég nái í þær, gamli graðnaglinn þinn.
– Jehehehe! hlær Viðar.
Bronsmaðurinn stendur skyndilega á fætur og fer á klósettið. Nú hefur Viddi
orðið:
– Það var stuð á mínum í gær, ma!
– Nú? Spyr Tóti.
– TWANSÍG TÚ, til klukkan sex!
– 22, nei maður, á dansgólfinu, spaðinn, til klukkan sex. Og hvað segirðu, einhverjar
tjellingar?
– Biddu fyrir þér.
Tóti glennir upp augun og spyr spenntur:
– Gella eða gyðja?
– Já, eigum við ekki bara að segja hnakkamella!
– Þú hefur tæklað hana?
– Amen, botnar Viddi stoltur á svip.