Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Qupperneq 137
B ó k m e n n t i r
TMM 2007 · 2 137
– Og hvernig var afgreiðslan?
– Afgreiðslan var náttúrulega alger snilld.
– Bomba? spyr Tóti.
– Stöngin inn.
– Respekt.
Tóti réttir honum spaðann.
– Jeh!
– Þú ert kominn með feita innistæðu, hefur haldið þig á mottunni, ma!
– Ég er búinn að leggja nóg inn á börunum. Nú er náttúrulega málið bara að taka út
úr buddunni, hehehe! En þú! Ertu ekkert að hösla, kallinn? spyr Viddi á meðan hann
þreifar á vöðvum Tóta:
– Tjellingarnar hljóta að slefa yfir þessu, Tóti handleggur, helvíti ertu rosalegur í
kvöld, varstu að koma úr púlinu, ma?
– Maður er alltaf ferskur.
Bronsmaðurinn er aftur mættur til leiks:
– Ekki allt í gúddí annars, tjellingar?
Tóti og Viðar svara báðir í kór:
–Jú, jú, Bronsi baby, allt er æðislegt.
Það sem Bergur skilur en Tóti og Viddi skilja hins vegar ekki, er það að þrátt fyrir
að þeir séu að ríða hnakkamellum um helgar þá eru þeir samt aðalhnakkamellurnar,
það er að segja hnakkamellur Bronsmannsins.
Ef hættandi er á að tala um Nýhil sem hóp fólks þar sem sameiginlegir þættir
eru undirliggjandi þá sýnist mér þeir allir koma fyrir í Fenrisúlfi, það er að
segja spurningin um ást og einlægni í samfélagi tómhyggju og yfirborðs
mennsku, áhrif frá Steinari Braga, japönskum bókmenntum og Murakami
sérstaklega og nokkrum amerískum kvikmyndum. Það sem þessir höfundar
eru svo að innleiða enn frekar í íslenskar bókmenntir er heimspekileg og
bókmenntafræðileg nálgun á frásögn, og þá einkum áhrif frá frönskum hugs
uðum, til dæmis Roland Barthes.
Margir íslenskir höfundar í yngri kantinum hafa spreytt sig á að greina
goðsagnir í nútímafyrirbærum eins og auglýsingum og ljósmyndum, líkt og
Barthes gerði svo eftirminnilega. Þessi íþrótt hefur verið stunduð af Hermanni
Stefánssyni og Eiríki Guðmundssyni, og Bjarni Klemenz gerir þetta líka
skemmtilega, til dæmis þegar Védís horfir á áfengisauglýsingu og þegar Fenrir
horfir á fjögurra ára stúlku á 17. júní í kaflanum „Hrafnar, rúllustigi og Baugs
skrímslið“ (128):
Bergur man eftir að hafa séð stelpu ekki eldri en fjögurra ára með íslenska fánann
og 17. júníblöðru í hvorri hendi á afmælisdegi lýðveldisins. Það var vonskuveður,
rigning og rok. Fólkið faldi sig undir regnhlífum og stúlkan sat í kjöltu mömmu
sinnar undir búðarglugga og tjaldi sem varði þau fyrir regninu. Andlit hennar skar
sig úr fjöldanum, hún starði einbeitt til himins. Þetta kom honum í opna skjöldu og
hann festi augun á himnareitinn sem hafði náð athygli hennar. Þarna var flugvél.
Stúlkan horfði á hana. Þeim mun lengur sem hún starði því einlægara, bjartsýnna og
glaðværara varð andlit hennar, ekki ósvipað andliti sigurvegara á Ólympíuleikum
þegar fáni heimalandsins er dreginn á loft. Það glitraði á ljósbláu perlurnar í augum