Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Síða 138
B ó k m e n n t i r
138 TMM 2007 · 2
hennar. Þau geisluðu einhvern veginn innan um alla sautjándajúníregndropana.
Augu hennar voru speglar, sami kristaltæri bláminn speglaðist í þeim. Bergur skildi
þá, á meðan hann skoðaði þetta glaðværa litla andlit, að hann fékk innsýn í fram
tíðina. Það var ekki sjálf f lugvélin sem vakti hjá henni slíka kátínu heldur las hann
úr svipbrigðunum, á meðan hún starði, að hún stefndi jafn hátt í lífinu, jafnvel enn
hærra. Bergur skildi hvers vegna þetta tiltekna andlit var svona ólíkt hinum andlit
unum. Andlit hennar var framtíðin og valmöguleikar hennar jafn takmarkalausir
og endimörk himingeimsins.
Þessi lýsing sýnir að Bjarni Klemenz ræður svo vel við raunsæjan stíl að maður
vildi gjarnan sjá frá honum raunsæisverk.
Það sem þetta snýst þó um hjá Nýhil í stærra samhengi er að sameina hina
innhverfu og margræðu tilvistarhugsun Frakkanna, meginlandsheimspeki
sem ég mundi segja að hafi orðið undir nema í háskólasamfélagi, þeirri
skemmtana og afþreyingarmaskínu sem á sína helstu rót í Bandaríkjunum. Í
því túrbókapitalíska samfélagi sem Ísland er, þar sem efnishyggjan hefur svo
að segja þurrkað út spurningar einstaklingsins um tilgang og aðrar allt að því
sjúklegar spurningar, að mati fulltrúa heilbrigðiskerfisins, þá er ánægjulegt að
sjá að nýhilhöfundarnir eru að fást við tilvistarlegar vangaveltur og reyna að
sameina þá meginstrauma sem lenda á okkur hér í miðju Atlantshafinu.
Það verkefni er gríðarlega margrætt og flókið þannig að það er ekki að undra
að greina megi nokkurn barning í verkum nýhilhöfunda við að finna tón og
strúktur sem rúmar þetta eðlilega. En verkefnið er lofsvert, og fyrir það eitt að
fást við það á fólk hrós skilið. Svo er ánægjulegt þegar heillandi sprengikraftur
verður að auki til þess að vel tekst til eins og hjá Bjarna Klemenz Vesterdal með
Fenrisúlfi. Núna getur fólk sem hefur lent í blakkáti í næturlífi Reykjavíkur
loksins komist að því hvað í raun og veru gerðist.