Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 139
TMM 2007 · 2 139
Um r æðu r
Eiríkur Örn Norðdahl
Með buxurnar á hælunum
– Aðalheiði Guðmundsdóttur svarað
„Einhver hefði átt að benda honum á hversu hlægilegt það er að svara gagnrýn
endum sínum, jafnvel þræta við þá og skammast út í ritstjóra fyrir að velja
vanhæft fólk til starfa.“ (Úr greininni Ljóð 2005 eftir Aðalheiði Guðmunds
dóttur í tímaritinu Són.)
I
Barnaskólakennari situr við hlið sex ára nemanda síns. Hann hefur fingurinn
á blaðsíðu bókar sem liggur á litla skólaborðinu. Fingur kennarans nemur við
fyrsta staf orðsins HUNDUR.
„Hannes,“ segir kennarinn. „Þú verður að reyna að lesa. Maður lærir ekki að
lesa án þess að reyna.“
„Hu… he… hi…“, segir Hannes og grettir sig í framan. „Ég get þetta ekki.“
„Hvað heitir fyrsti stafurinn?“ spyr kennarinn.
„Há. Þetta er stafurinn minn.“
„Það er rétt, Hannes. En annar stafurinn.“
„Ö… u… e…“
„Já, rólegur, þetta er ‘u’. Það var rétt hjá þér.“ Hannes brosir út að eyrum.
„Hvaða orð er þetta þá?“
Hannes lítur stressaður í kringum sig í leit að haldreipi. Hann veit ekki hvað
stendur þarna. Allt í einu ná augun taki á einu tólanna í kennslustofunni.
„Heftari?“ spyr Hannes óðamála, og byrjar svo á rununni. „Handfang? Hest
ur? Harpa? Her? Hæna? Hani? Hávallaútgáfan…“
„Andaðu rólega, Hannes. Nei, þetta er ekki rétt.“
„Þetta er ömurlegt! Ég hata að lesa!“ æpir Hannes frekjulega, stendur á fætur
og hleypur til dyra. Kennarinn andvarpar og töltir á eftir honum.
II
Eðlilegt viðbragð þess sem ekki skilur, og sér ekki fram á að geta það, er að
fyllast örvæntingu og leggja á flótta. Flóttinn á sér ótal birtingarmyndir.
Það er beinlínis hægt að hlaupa í burtu, stinga af.
Það er hægt að loka augunum og hunsa það sem maður sér.