Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Side 140
U m r æ ð u r
140 TMM 2007 · 2
Það er hægt að giska út í loftið og vona að enginn verði þess vís að maður veit
ekki hvað maður er að tala um.
Það er hægt að fordæma það sem maður sér sem rökleysu, leiðindi eða
fíflalæti („Hundur er ekki orð!“).
Það er hægt að gefa sér eigin yfirburði, að viska manns sé meiri en verald
arinnar, og halda því einfaldlega fram að manns eigin sýn sé rétt, hvað sem
tautar og raular.
Það er hægt að gefast upp, leggjast í kör og neita að reyna aftur.
Sjálfsagt á flóttinn sér fleiri birtingarmyndir. Ég er ekki viss um að tæmandi
úttekt á birtingarmyndum hans sé möguleg.
III
Aðalheiður Guðmundsdóttir skrifar grein í 4. hefti tímaritsins Sónar, 2006.
Greinin fjallar um ljóðlistina á Íslandi árið 2005. Eins og gefur að skilja kemur
Aðalheiður víða við, og stendur ekki til að ræða greinina í heild sinni hér held
ur eingöngu þá hluta hennar sem snerta á ljóðlist yngri skálda, ljóðlist Nýhils,
gagnrýni hennar á mín eigin skrif í TMM og bókina Af ljóðum, sem Nýhil gaf
út 2005.
Aðalheiður byrjar grein sína, að loknu stuttu forspjalli, á að skoða fjölda
frumútgefinna ljóðabóka 2005. Þar kemur fram að á umræddu ári gaf Edda út
sjö ljóðabækur (þar af gaf Mál og menning út fjórar og VakaHelgafell þrjár);
Nýhil gaf út sex ljóðabækur og eina bók um ljóðlist (með greinum, ljóðum og
ljóðaþýðingum); LaFleurútgáfan gaf út þrjár ljóðabækur; Salka, Deus og
Bókaútgáfan Hólar gáfu út tvær ljóðabækur hver. 19 önnur forlög, þar með
talin stór forlög á borð við Bjart, gáfu út eina bók hvert, og 14 höfundar gáfu út
bækur sínar sjálfir.
Ef tekið er tillit til þess að Edda er regnhlíf fyrir mörg forlög, sem eru býsna
ólík, þó fyrirtækið sé eitt, þá er ljóst á þessu að Nýhil var kraftmesta ljóðafor
lagið árið 2005, ef mælt er í fjölda titla. Og jafn stórt Eddu allri ef Af ljóðum er
talin með sem „ljóðabók“, en í henni voru alls 27 ljóð og 15 greinar á tæplega
200 blaðsíðum; það gerir Aðalheiður raunar sjálf.
Út frá þessu gæti maður ímyndað sér að á þeim ríflega tíu síðum sem fjalla
um frumútgefnar ljóðabækur mætti finna dálitla úttekt, að Aðalheiður sæi
ástæðu til að skoða útgáfuna og fjalla um hana af viti. Um ljóðabókaflokkinn
Norrænar bókmenntir, sem taldi fjórar bækur á árinu 2005 (og fimm til við
bótar 2006), segir: „Um ljóðaritröð þessa má lesa þokkalega samantekt eftir
Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur á vefsíðunni Kistan.is og hef ég í raun litlu við
hana að bæta.“ Þetta er heil setning – fjórar bækur afgreiddar. Næst nefnir hún
eitt ljóð úr safnritinu Ást Æða Varps, „Einmitt nákvæmlega akkúrat svona með
fyrirvara um nauðsynlegar breytingar á hegðun atferli og framkomu“ eftir
Hildi Lilliendahl, sem hún segir dæmi um vel heppnað ljóð. Um ljóðabókina
Sirkus, eftir Óttar Martin Norðfjörð, þegir hún, sem og ljóðin í Af ljóðum.
Þá er rétt að halda því til haga að ljóðabókin Gleði & glötun, sem í upptaln