Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Side 142
U m r æ ð u r
142 TMM 2007 · 2
V
Í áðurnefndu forspjalli Aðalheiðar að grein sinni segir: „Kápumyndir bókanna
eru svona og svona, áberandi minna hannaðar af fagfólki en bókarkápur í skáld
sagnakaflanum bera með sér. Ekki þarf að koma á óvart að fallegustu bókarkáp
urnar virðast koma frá stóru forlögunum, líklega vegna þess að þar eru fjárráðin
meiri og umbúðamálin eflaust í höndum sérfræðinga á sviði hönnunar.“
Þó hlutdeild Nýhils sé stór á hinum litla innlenda ljóðabókamarkaði þyrfti
maður að vera vanheill á geði að kalla forlagið stórt, og því fer svo sannarlega
fjarri að fjárráðin séu þar mikil. Ég leyfi mér því að gera ráð fyrir að þegar
Aðalheiður talar um stór forlög eigi hún ekki við Nýhil.
Hins vegar kannast ég ekki við að annað forlag en Nýhil hafi verið heiðrað
fyrir ljóðabókahönnun á árinu 2005, en áðurnefnd útgáfa Norrænna bók
mennta hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir athyglisverða bókaframleiðslu á
Bókarkápunni 2005, en hún var hönnun þeirra Hauks Más Helgasonar, Örvars
Þóreyjarsonar Smárasonar og Kristínar Eiríksdóttur.
Nýhil hefur bæði fyrr og síðar hlotið mikið lof fyrir fallega kápuhönnun.
Það er beinlínis rangt að það þurfi mikla peninga til að gera fallegar kápur.
Til að gera fallegar kápur þarf nákvæmlega það sama og þarf til að gera góð
ljóð: Metnað, einurð og talent.
Enn þegir Aðalheiður. Hún hefur kannski aldrei séð verðlaunahönnun
Nýhils?
VI
Í þeim hluta greinar Aðalheiðar sem fjallar um fræði fær Nýhil nokkurt pláss.
Tekur hún þar fyrir málþingið sem Nýhil hélt á alþjóðlegri ljóðahátíð sinni,
formála Af ljóðum og áðurnefnda grein sem ég skrifaði í TMM. Þar er nokkuð
um villur sem rétt er að leiðrétta.
Hljóðljóðaformið sem Christian Bök vinnur með er langt í frá nýstárlegt.
Það er álíka gamalt og óbundin ljóðagerð á Íslandi, og eru elstu dæmin eftir
F.T. Marinetti og Hugo Ball frá upphafi 20. aldarinnar. Eitt þekktasta ljóð
hljóðljóðalistarinnar er án efa Úrsónata Kurts Scwhitters, sem hann hóf að
semja árið 1922. Auk þess er Christian Bök langt í frá bara hljóðljóðaskáld.
Síðari hluti málþingsins fór ekki fram um kvöldið, eins og segir í grein Aðal
heiðar, heldur strax á eftir fyrri hlutanum. En Aðalheiður hefur kannski ekki
verið á svæðinu heldur hlustað á útsendingu Ríkisútvarpsins nokkrum vikum
seinna, svo sá misskilningur er þá eðlilegur. Nema Aðalheiður kunni einfaldlega
ekki skil á muni dags og nætur? Um kvöldið var hins vegar gífurlegur ljóðafögn
uður í húsnæði Klink & Bank, líkt og verið hafði einnig kvöldið áður.
Næst dregur Aðalheiður til grein mína Dánarrannsóknir og morðtilraunir, sem
birtist í TMM árið 2004. Hvernig á því stendur að henni er blandað í umræðu um
ljóðafræði ársins 2005 veit ég ekki, en hlýt að taka því vel. Ekki kvartar maður
undan því að fá að vera með. Þó að kaflinn fjalli að heitinu til um „Fræði“, og
heilli blaðsíðu af einum átta í þeim kafla sé varið í að banda höndunum í átt til