Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Qupperneq 143
U m r æ ð u r
TMM 2007 · 2 143
greinarinnar, segir Aðalheiður augljóst að „greininni [sé] ekki ætlað að vera inn
legg í fræðilega umræðu“. Sem er auðvitað kjaftæði, en það er oft auðveldara að
vísa hlutunum einfaldlega á bug ef maður nennir ekki að lesa þá. Ef maður nenn
ir ekki að hugsa. Ég hefði kannski átt að skrifa greinina í skáldsagnaformi, svo
Aðalheiður hefði getað skilið hana án nauðsynlegrar þolinmæði?
Ég kann ekki að útskýra hvers vegna skrif sem ekki eru tekin alvarlega sem
fræði eru tekin með í umfjöllun um fræði. Sérstaklega þegar tekið er með í reikn
inginn að greinin kom út árið á undan því ári sem umfjöllunin höndlar um.
Næst snýr Aðalheiður sér að formála bókarinnar Af ljóðum, „Nokkrar
sundurlausar hugsanir um ljóðlist“, sem ég skrifaði einnig, auk þess sem ég
ritstýrði bókinni. Eins og áður segir birtust í þeirri bók 24 ljóðaþýðingar, 3
íslensk ljóð og 15 greinar á tæpum 200 blaðsíðum. Um allt efni að undanskild
um formála mínum skeytir Aðalheiður ekkert, enda hefur hún vísast aldrei séð
sjálfa bókina, en formáli hennar birtist á netinu.
Meðal greinarhöfunda í Af ljóðum, sem Aðalheiður sér enga ástæðu til að
veita athygli, eru Björn Þorsteinsson, Auður Jónsdóttir, Hjörleifur Finnsson,
Kristín Svava Tómasdóttir, Hermann Stefánsson, Ingólfur Gíslason, Kristín
Eiríksdóttir, Eiríkur Guðmundsson … o.s.frv. Þetta er fjölbreyttur hópur ein
staklinga sem skrifaði merkilegar greinar.
„[S]tundum læðist að manni sá grunur, eins og með fyrri greinina, að tilgang
ur höfundar sé einmitt sá að fá mann til að hlæja að vitleysunni sem veltur upp
úr honum“, segir Aðalheiður um formálann og stökkvir klár sínum á flótta.
VII
Það eru tendensar til þess í íslenskum ljóðheimi að afgreiða hið óvenjulega með
fljótfærni eða banalíteti. Að vísa því burt, á einn veg eða annan, ef það fellur
ekki eins og flís við ljóðskilningsrass lesandans. Þetta er miður – ljóðlistin
getur verið krefjandi form og hún nærir hugsun og anda, en hún gerir það ekki
ef maður leggur ekki í hana, ef maður guggnar.
Þessir tendensar eru þeim mun furðulegri þegar þeir ná til ljóðlistar sem að
flestu leyti er einföld og auðskiljanleg. Sem dæmi má nefna þegar ljóðum Þor
steins Guðmundssonar er vísað á bug sem bröndurum og fá ekki einu sinni
umfjöllun, hvað þá að þau séu tekin alvarlega sem innlegg í íslenskan ljóðheim.
Ljóðum er vísað á bug ef þau eru kómísk á óvenjulegan máta, ef þau þjóna ekki
hugmyndum lesandans um hvað ljóðlistin er, ef þau gera sér nokkurt far um að
brjótast út úr ljóðmáli sem er steinsteypt í viðjar vanans. Það er stórhættulegt
allri hugsun ef meginþorri fólks er hættur að geta nálgast tungumálið út frá
öðru en væntingum sínum. Þannig er flókið ljóðmál íslensku módernistanna
alls ekki erfitt skilnings þeim sem það þekkir, þeim sem hefur lesið sig í gegn
um þá og jafnvel setið á skólabekk og lært að setja saman raunveruleg innlegg
um þá í fræðilega umræðu – en sama fólk getur svo verið algerlega ófært um
að túlka, læra, skilja heiminn fyrir framan sig þegar hann kemur þeim á óvart.
Þegar sömu tólin virka ekki – hið móderníska skrúfjárn gengur ekki í sexkant
aða holu anarkískra bókmennta. Það þýðir ekki að holan sé biluð.