Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Blaðsíða 9
TMM 2008 · 3 9
S t i g i n n , s y s t i r i n , s ó l i n o g S t e i n n
er samt enginn uppspuni, engin systir Shakespeares, ég er ekki að búa
hana til í femínískum umvöndunartilgangi til að segja að hún hefði
áreiðanlega orðið jafnfrægt skáld og Aðalsteinn bróðir ef hún hefði ekki
þurft að þrífa bíóhús, ég veit ekkert um það, ég get heldur ekkert fullyrt
þetta með innrömmuðu myndina af Steini, ég veit bara að Valla var
bókelsk og glögg á texta, klár.
Einu sinni var hún valin til þess að vera röddin sem læsi Passíusálm-
ana í útvarpið daglega fram að páskum – þá gerði hún sér lítið fyrir, tók
Akraborgina suður, mætti í Ríkisútvarpið og las inn Passíusálmana.
Alla. Tæknimenn voru mikið hlessa, m.a.s. þrautvanir leikarar og skáld
þurftu að skipta lestrinum niður á nokkra daga, en þetta var útúrdúr og
kemur hundrað árum Steins ekki beint við.
Tvö fölleit, fátækleg börn
leiddust út hrjóstruga ströndina
og hvísluðu í feiminni undrun
út í f löktandi ljósið:
Vor, vor!
Einhvern veginn gefur það manni samt annars konar vídd, stundum
falska, stundum fjórvíða, að telja sig þekkja einhvern sem hefur þekkt
einhvern sem er meistari. Þegar ég var lítil og sat í sófanum hennar
Völlu í Bænum með ömmu minni, vissi ég ekki hvort mér þætti merki-
legra systkinanna, Valla sem hafði lesið Passíusálmana í útvarpið eða
Steinn sem hafði ort vísur um að taka í nefið. Maður ruglar náttúrlega
öllu saman þegar maður er lítill. En í ljóðum eins og þeim sem Steinn
yrkir ruglast allt líka þokkalega skemmtilega saman og á endanum
skiptir minnstu hvort er vitlaust gefið eða hver gaf yfirleitt – því dómínó-
líkingarnar eru í verunni kalt raunsæi. Holspegill fjórvíðra drauma er
dagur í mannlausri bíóhöll. Rauður loginn brennur í sprungnum lófa
verkakvenna. Og að bera þyngd sína í vatni daglega upp hænsnastiga er
í vissum skilningi að sigra heiminn.
Svona undarlegur
er þessi stigi,
svona óskiljanlegur
í sínum einfaldleika,
eins og lífið sjálft,
eins og veruleikinn
bak við veruleikann.