Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Blaðsíða 102
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
102 TMM 2008 · 3
ingarfélagsins Hrauns í Öxnadal, og eðlilega var Jónas Hallgrímsson ofarlega í
huga allan tímann. Ekki var þó klifinn hraundranginn, hann fær að vera róm-
antísk táknmynd áfram, en ein áhrifamesta dagsferðin var farin upp að
Hraunsvatni í fjallinu fyrir ofan bæinn þar sem Hallgrímur Þorsteinsson faðir
Jónasar drukknaði forðum. Vatnið var undurfagurt á þessum bjarta og kyrra
degi, fellin í kring spegluðu sig í því svo ekki sáust skil fjalls og vatns, og þar
sem áin rann úr vatninu æfðu ótal síli sig í að stökkva og notuðu eflaust um
leið tækifærið til að fá sér flugu. Þarna hefur Jónas séð „sílalætin smá og tíð“
sem hann talar um í Hulduljóðum og færir út á sjó.
Þótt Jónas sé ævinlega tengdur við Hraun var hann sem kunnugt er bara
smábarn þegar foreldrar hans fluttust að Steinsstöðum hinum megin við
Öxnadalsána. Það var ákveðinn léttir að komast að því að þaðan blasir Hraun-
dranginn líka við, og Böðvar Guðmundsson skáld og nýjasti ævisöguritari
Jónasar benti á að líklegra væri að þaðan sæist ástarstjarnan skína yfir Hraun-
dranga en frá Hrauni sjálfu.
Jónas var á níunda ári þegar faðir hans drukknaði. Hallgrímur stóð þá á
fertugu, fjögurra barna faðir, og var að honum sár missir, ekki síst fyrir yngri
soninn sem var eina systkinið sem sent var burt eftir föðurmissinn. Jónas flutt-
ist að Hvassafelli í Eyjafirði til móðursystur sinnar sem þar bjó góðbúi á föður-
leifð þeirra systra. Við mældum vegalengdina milli Hvassafells og Möðrufells
þar sem Jónas var í námi hjá Jóni Jónssyni lærða um tíma, hún reyndist vera
rúmir fjórir kílómetrar og við leyfðum okkur að vona að drengurinn hefði
fengið að gista en ekki þurft að ganga fram og til baka á hverjum degi.
Til að fylgja Jónasi lengra áleiðis fórum við líka að Goðdölum í Skagafirði
þangað sem hann fór nýfermdur til að nema hjá séra Einari Thorlacius, tengda-
syni séra Jóns á Möðrufelli. Ekki þarf að fjölyrða um fegurðina á þeim slóðum
sem hafði áreiðanlega sterk áhrif á Jónas ekki síður en fegurð Öxnadals og
Eyjafjarðar.
Á Hrauni eru minningastofur um Jónas sem voru opnar almenningi í júlí.
Þar er ævi hans rakin í máli og myndum. Sérstaka athygli vekja landshlutakort
af Íslandi sem ferðir Jónasar eru teiknaðar inn á og hár kassi þar sem letrað er
úrval af nýyrðum Jónasar í stafrófsröð. Maður verður satt að segja standandi
hlessa á hvoru tveggja – hvað hann ferðaðist furðulega víða, gangandi og ríð-
andi, og hvað hann gerði okkur miklu auðveldara að tala um hvaðeina með því
að skaffa munntöm orð um fyrirbæri eins og aðdráttarafl, hitabelti, ljósvaka,
sjónarhorn, sólmyrkva og tunglmyrkva, sporbaug – og svo hversdagslegri orð
eins og berjalaut og stuttbuxur!
Norðlensku söfnin verða stærri og glæsilegri með hverju árinu sem líður.
Síldarminjasafnið á Siglufirði er heimsfrægt að verðleikum og alveg sérstaklega
gaman að skoða endurgerðar vistarverur síldarstúlknanna í einu húsinu.
Óvæntara var Þjóðlagasetur séra Bjarna Þorsteinssonar í Maðdömuhúsi. Þar
má una sér lengi við að horfa og hlusta á vandaðar upptökur af þjóðlögum af
ýmsu tagi. Flytjendur eru á öllum aldri, allt frá börnum upp í aldraða höfð-
ingja, lærðir og leikir, og var erfiðast að fá sig til að hætta að hlusta á þennan